Orðsending til appelsínugulu slæðunnar

Að rita gullaldarmál er góð skemmtun. Slíkt er þó jafnan hjákátlegt ef sá sem á pennanum heldur kann ekki almennileg skil á nútíma íslensku.

Sé skáldið nýbúi sem aðeins hefur dvalið á landinu skamma hríð, væri ráð að bera texta undir meðalgreint skólabarn áður en hann er sendur viðtakanda. Einkum á þetta við þegar viðtakandi er lítt næmur fyrir nafnlausum skilaboðum en fyllist hinsvegar svæsinni viðurstyggð þegar hann sér illa skrifaðan texta.

(Tilefnið var hótun sem rituð var á appelsínugula slæðu og bundin á handfangið á hurðinni að Nornabúðinni)

Uppeldið

Reiður maður: Svo læturðu strákinn draga þig með sér í þessa vitleysu.
Móðir Byltingarinnar: Það er nú reyndar ég sem er mamman hérna.
Reiður maður: Ég held að þú ættir þá að reyna ala þennan son þinn betur upp.
Móðir Byltingarinnar: Nú? Setti hann bífurnar upp á borð? Já það er satt, þótt hann sé pólitískt séð vel heppnaður þá hefur mér ekki tekist að kenna honum umgengnisreglur.
Reiður maður: Þú veist vel hvað ég er að tala um. Svona fyrir utan það að þetta kann ekki einu sinni að þrífa sig.
Móðir Byltingarinnar: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.

Hann frussaði eitthvað sem er ekki birtingarhæft og lagði svo á.

Tjara

Þegar fréttamaðurinn kveður hefur löggan opnað húsið. Eða nei, þeir hafa ekki opnað. Þau brutu upp hurðina?! Halló! Hvað er að gerast? Er lýðurinn búinn að brjóta sér leið inn? Já það ber ekki á öðru og allt í einu er ég í anddyrinu klemmd inni í þrönginni. Halda áfram að lesa

Haukur handtekinn

haukur_hilmars.jpg

Það er hrein og klár valdníðsla hvernig að þessu er staðið og greinilegt að tilgangurinn er sá að kippa honum úr umferð fyrir mótmælin í dag.

Hópur fólks ætlar að ganga að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag og lýsa óánægju sinni með þessi vinnubrögð. Ég hvet alla til að mæta, bæði á Austurvöll og að Hlemmi á eftir.

mbl.is Bónusfánamaður handtekinn

Handtekinn vegna orðróms?

Mér voru að berast óstaðfestar fréttir af því að raunverulega ástæðan fyrir skyndilegri handtöku Hauks í gær, væri, eins og viðmælandi minn orðaði það ‘vegna gruns um meintan ásetning’. Í fréttablaðinu í gær kemur fram að samkvæmt ‘orðrómi innan lögreglunnar’ ætli einhverjir harðkjarnamenn að efna til óeirða í dag.

Haukur hefur að vísu aldrei verið viðriðinn neitt sem með góðum vilja mætti flokka sem óeirðir en lítill fugl hvíslaði því að félaga mínum að ‘orðrómurinn’ snerist um hann.

Fávitar!