Að rita gullaldarmál er góð skemmtun. Slíkt er þó jafnan hjákátlegt ef sá sem á pennanum heldur kann ekki almennileg skil á nútíma íslensku.
Sé skáldið nýbúi sem aðeins hefur dvalið á landinu skamma hríð, væri ráð að bera texta undir meðalgreint skólabarn áður en hann er sendur viðtakanda. Einkum á þetta við þegar viðtakandi er lítt næmur fyrir nafnlausum skilaboðum en fyllist hinsvegar svæsinni viðurstyggð þegar hann sér illa skrifaðan texta.
(Tilefnið var hótun sem rituð var á appelsínugula slæðu og bundin á handfangið á hurðinni að Nornabúðinni)