Reiður maður: Svo læturðu strákinn draga þig með sér í þessa vitleysu.
Móðir Byltingarinnar: Það er nú reyndar ég sem er mamman hérna.
Reiður maður: Ég held að þú ættir þá að reyna ala þennan son þinn betur upp.
Móðir Byltingarinnar: Nú? Setti hann bífurnar upp á borð? Já það er satt, þótt hann sé pólitískt séð vel heppnaður þá hefur mér ekki tekist að kenna honum umgengnisreglur.
Reiður maður: Þú veist vel hvað ég er að tala um. Svona fyrir utan það að þetta kann ekki einu sinni að þrífa sig.
Móðir Byltingarinnar: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.
Hann frussaði eitthvað sem er ekki birtingarhæft og lagði svo á.