Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Paranoja
Eva: Ég er að hugsa um að sinna sjálfri mér.
Birta: Mikið var, þetta er orðin vítaverð vanræksla gagnvart jafn ágætu hliðarsjálfi og ég er. Halda áfram að lesa
Fimm
Skrýtin þessi tilfinning, þegar manni er að byrja að þykja vænt um einhvern og er meðvitaður um að maður ræður algjörlega hvað maður gerir við þá tilfinningu.
Maður getur nært hana eða svelt, riðið á vaðið eða beðið átekta.
Og þegar maður vill hvorugt er alltaf hægt að kyssa hann á ennið og kanna viðbrögðin.
Hvort eitthvað er úr þeim lesandi er önnur saga.
Jól að bresta á
Í gamla daga var tilgangur jólanna sá að hafa einn dag á ári þegar allt átti að vera dýrðlegt. Fullkomið. Nóg að borða og maturinn m.a.s. góður. Allt hreint. Allt upplýst, og dálítið af fallegu skrauti til að gleðja augað. Tilefni til að nota sparifötin og allir áttu að fá eitthvað nýtt. Frí frá öðrum verkum en þeim nauðsynlegustu. Ponkulítil gjöf handa hverjum og einum. Allir glaðir. Fólk hlakkaði til þessarar hátíðar í margar vikur. Halda áfram að lesa
Semjum
Sérlegur fulltrúi Lúsífers
Gunnar í Krossinum hefur tekið að sér að vekja athygli fjölmiðla á tengslum mínum við myrkraöflin. Halda áfram að lesa
Öflug löggæsla
Það er greinilega engin kreppa hjá löggunni. Nema Vesturgatan sé orðin svona ægilega hættuleg allt í einu. Það er bara stöðug umferð löggubíla hér fram hjá.
Kannski þeir séu bara að gæta þess að enginn leggi upp á gangstétt. Bifreiðastöðubrot er glæpur.