Leigubílsstjórinn varð dálítið kindarlegur þegar við nornafeðgarnir stigum inn í bílinn, vopnaðar hrafnskló og hauskúpu af rollu og báðum hann að stoppa við kirkjugarðinn. Það viðraði vel til galdrakúnsta í þessari fyrstu tunglfyllingu ársins en sjálf hef ég takmarkaða trú á því að kirkjugarðar séu öðrum stöðum magnaðri, held það hafi frekar verið veðrið og já, kannski tvær laggir af púrtvíni sé ekki eins galin hugmynd og ég hef haldið. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Enn einn fyrirlestur um hamingjuna
Hamingjan byggist á 4 undirstöðum: veraldlegu öryggi (ekki ofgnótt), góðri heilsu (ekki þar með sagt að maður þurfi að vera afreksmaður í íþróttum eða efni í fyrirsætu), tilfinningalegu öryggi (ekki rómantískri ást) og tækifærum til að sinna reglulega einhverju sem maður hefur áhuga á og gefur manni egóbúst. Halda áfram að lesa
Kæri Grímur
(Tilefni þessarar færslu var komment frá einhverjum Grími um að það að ég teldi lögregluna vera að fylgjast með mér bæri vott um vænisýki.)
Kæri Grímur
Þú ert algert rjómabollurassgat.
Mér hlýnar alltaf dálítið í hjartanu þegar ég fæ svona mikla athygli frá aðdáendum mínum.
Hvað segirðu annars, bara brjálað að gera í vinnunni? Halda áfram að lesa
Dilemma
Horfi á þig, alla leið inn í mjúku, brúnu augun þín. Veit að þú ert að gera mistök. Veit að þú ofmetur færni þína. Veit að þú hefur ekki efni á að læra af reynslunni í þetta sinn.
Ég gæti boðið þér aðstoð mína. En ég veit að það myndi særa stolt þitt.
Þykir mér nógu vænt um þig til að særa þig?
Bruni
Gaza: Ég á að vera að gera eitthvað í því.
Hælisleitandi sem var búinn að fá vinnu missir hana og útlendingastofnun svarar með því að taka atvinnuleyfið af honum aftur: Kræst, ég á að vera að gera eitthvað í því. Halda áfram að lesa
Lýst eftir vitnum
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Æ Hörður
Rúðubrotsmálið
Allt sem ég hef að segja um rúðubroin núna um áramótin er á moggablogginu mínu. (Sem nú er einnig aðgengilegt á Pistlinum)
Ég hef haft lítinn tíma til að sinna persónulegum málum undanfarið en nú eru að gerast þannig hlutir í lífi mínu að líkur eru á að sápuóperan verði bráðum meira í ætt við þá sem lesendur mínir til langs tíma eiga að venjast.