Það eru greinilega ekki örlög mín að sofa fram eftir á sunnudagsmorgnum. Fjandi skítt að geta ekki sofið þegar maður hefur druslast á árshátíð og vakað til 3 án þess að fá neitt út úr því nema prýðilegar snittur. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Sálnaveiðari á Victor
Kvöldið endaði með astmakasti. Það var svosem fyrirsjáanlegt. Ætlaði aldrei að vera svona lengi en áfengi er ekki til þess fallið að styðja skynsamlegar ákvarðanir. Halda áfram að lesa
Mæ lónlíness is killing mí
Pabbahelgi.
Spúnkhildur flutt.
Þarf maður að segja meira?
Ég fór í bíó.
Ein.
Halda áfram að lesa
Farfuglar koma alltaf aftur
Farfuglinn hringdi í mig í gærkvöld og bauð mér í heimsókn. Honum var dálítið niðrí fyrir en það er þó hvorki fyllirí né kvennafar sem er að plaga hann núna. Eitthvað er að angra hann en hann gerir sér líklega ekki grein fyrir því sjálfur. Sýndi verulega góðan leik í hlutverki manns sem er í þokkalegu jafnvægi og veit nokkurnveginn hvað hann vill. Halda áfram að lesa
Spákonan sem talar tungumál ástarinnar
Ég hef óendanlega gaman af spákonunni. Hún heldur því fram að ég sé svo forpokuð af siðsemi að gula ljósið nái ekki niður í klofið á mér. Ég sagði henni að í einu af mínum fyrri lífum hefði ég verið indiánakonan Ýlandi Dræsa og að köllun mín í þessu lífi væri sú að bæta fyrir frumbyggjahórlífið með guðsótta og góðum siðum. Hún svaraði því með því að „hjúpa mig með rauðu ljósi“ sem á víst að opna einhverjar orkustöðvar og gera mig móttækilega fyrir ást og ástríðum. Halda áfram að lesa
Sonur minn Pysjan
Sonur minn Pysjan er enn ekki skriðinn úr holu sinni. Stundum stingur hann nefinu út rétt sem snöggvast en hrökklast inn í holuna aftur um leið og hann verður þess var að einhver er að fylgjast með honum. Og það er ekki af því að hann sé feiminn. Það er af því að hann er í eðli sínu lundi og það er nákvæmlega þannig sem lundapysjur hegða sér. Hann veit hvenær hans tími kemur. Halda áfram að lesa
Traust
-Mér þykir þú köld, að fara til útlanda fyrirvaralaust, með bláókunnugum manni, sagði Keli.
-Enginn hefur skaðað mig hingað til nema fólk sem ég þekkti og treysti, svaraði ég. Keli hló. Halda áfram að lesa