Eitt vangavelt

Eitt sem ég velti stundum fyrir mér, án þess að það skipti í sjálfu sér neinu máli:

-Ég held að flest pör stundi sitt samlíf oftar en ekki á kvöldin áður en þau sofna. (Ekki það að ég hafi verulega reynslu af því að tilheyra pari (allavega ekki pari sem stundar kynlíf neitt að ráði) en mér hefur sýnst þetta svona á sjónvarpsþáttum.)
-Þótt Íslendingar séu illa kristnir er samt fullt af fólki í veröldinni sem er mjög trúað og hefur fyrir venju að fara með kvöldbæn, eða jafnvel ræða svona kumpánlega við almættið um landsins gagn og nauðsynjar. (Ég hef lesið það í bók.) Halda áfram að lesa

Sem skiptir öllu máli

-Elska ég þig?
-Ætti ég ekki að spyrja þig að því?
-Elska ég þig eins og á að elska?
-Þú ert góður við mig. Mér líður vel með þér.
-En svarar samt ekki spurningunni?
-Drengur sem ég þekki sagði einu sinni að það hversu mikið maður elskar einhvern ráðist af því hversu heitt maður þráir návist hans.
-Hann á við að ástin sé eigingjörn?
-Hvað heldur þú um það? Halda áfram að lesa

Ekki alveg

Ostur var það nú ekki heillin, ekki í bókstaflegri merkingu allavega.

Þetta með ostinn er vísun í söguna „Hver tók ostinn minn?“

Sagan greinir frá viðbrögðum músanna þegar þær uppgötva einn góðan veðurdag að osturinn þeirra er næstum því búinn. Þær þurfa að taka ákvörðun um það hvort þær eiga að fara á stúfana að leita að meiri osti og bíta jafnvel í sig kjark til að bragða á tegundum sem þær þekkja ekki eða hvort þær ætla að sitja úti í horni og nöldra „hver tók ostinn minn?“

Ég er sumsé búin að eignast ostagerð. Í bókmenntalegri merkingu.

Liggaligga lá.

Osturinn fundinn – Ný þáttaröð

Spúnkhildur fann ostinn minn! Jess!

Húsnæðið hentar fullkomlega og Listamaðurinn bauð af sér góðan þokka. Fyrir mína parta var það steinslípunarvélin sem gerði útslagið. Tákn frá góðvættum goðheima um að okkur væri beinlínis ætlað að kynnast þessum manni og nota húsið hans.
Fáum afhent annað kvöld og þar með er einni af stærstu hindrununum rutt úr vegi.

Nú þarf ég bara að græja slatta af peningum, vinna eins og geðsjúklingur, galdra eins og vindurinn og þar með er ostagerðin komin á koppinn.
Launkofinn opnar 1. ágúst.