-Rosalega er góður kraftur í þessum steinum, maður finnur alveg strauminn frá þeim, sagði konan og kreisti jaspis svo hnúarnir hvítnuðu.
-Hvernig straum? spurði barnið.
-Þetta er orkusteinn. Finndu, finnurðu ekki kraftinn frá honum? svaraði móðirin og rétti barninu steininn.
Barnið horfði forviða á móður sína og mér fannst þetta satt að segja komið út í rugl. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Sá á kvölina
Tvo óskasteina færði hún mér af Snæfellsnesinu, spúsa mín seyðkonan. Og ég sem venjulega veit nákvæmlega hvað ég vil er í hreinustu vandræðum með að forgangsraða óskum mínum. Halda áfram að lesa
Seiður
Spúsa mín seyðkvendið fór á sínum fjallabíl á Snæfellsnesið, magnaði þar seið einn mikinn (eða seyð, maður veit ekki alveg þegar hún er annars vegar) og gól í tunglfyllingu. Sneri til baka með fulla vasa af grjóti, m.a. tvo óskasteina sem hún færði mér að gjöf. Halda áfram að lesa
Spádómar Pysjunnar
Í hvert sinn sem ég hef rætt áform mín um að fara út í fyrirtækjarekstur hafa vinir og vandamenn látið eins og ég sé að bjóða mig fram sem tilraunadýr fyrir kókaínframleiðendur. Alveg þar til ég sagði þeim að ég væri að opna nornabúð, þá allt í einu urðu allir svona líka jákvæðir og tilbúnir til að peppa mig upp á allan máta.
Nema sonur minn Pysjan. Hann er búinn að spá mér meiri hrakförum og eymd en allir hinir hafa gert samanlagt síðustu 10 árin. Hann kemur heim úr sveitinni á morgun. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum líst á.
Gandálfur kemur í heimsókn
Á morgnana hefur það oft gerst að fólk rjálar eitthvað við hurðina jafnvel þótt standi skýrum stöfum að búðin sé lokuð. (Við opnum ekki fyrr en kl. 14) Venjulega sinni ég því ekkert en í fyrradag var barið svo hraustlega á gluggann að ég hlaut að taka eftir því. Halda áfram að lesa
Fyrr má nú selja en selja upp
Tímamögnunargaldurinn virkar! Ég var farin að halda að hann væri eitthvað gallaður en nú er komið í ljós að hann er ekki bara í lagi heldur mun öflugri en ég þorði að vona. Halda áfram að lesa
Dram
Dramatíkin hófst handa við það strax í gærkvöld að reyna að eyðileggja helgina og hefur haldið þeim tilraunum áfram í dag. Greyið. Eins og lítill kjölturakki sem getur gjammað á kött út um gluggann en þorir ekki að reka upp bofs þegar hún stendur frammi fyrir alvöru tík. Mér finnst satt að segja hálf neyðarlegt að sjá hana reyna að vera merkilega með sig þegar staðreyndin er sú að enginn tekur fýlunni í henni alvarlega.