Ég átti góða helgi með Darra (sem er eiginlega engin pysja lengur). Sáum Manntafl á laugardagskvöldið, ég heyrði söguna lesna í útvarpið þegar ég var krakki og hef alltaf hrifist af henni. Varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með Túlíneus í öllum hlutverkum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Viðskiptatækifæri
-Ég er orðin svo leið á þessu basli. Það er alveg sama hvað ég vinn mikið, ég á aldrei afgang, sagði hún.
-Trixið er fólgið í því að halda sama lifistandard þótt tekjurnar hækki, sagði ég. Ekki kaupa þér föt sem þig vantar ekki, tala meira í símann eða hafa dýrari mat þótt þú takir aukavinnu eða klárir að borga upp eitthvert lán.
-Ég veit það svosem, svaraði hún, og ég dáist að þér. Málið er bara að ég gæti ekki lifað eins og þú.
-Hvernig þá?
-Bara, gert aldrei neitt og borðað þennan mat sem þú borðar.
Halda áfram að lesa
Fullt tungl
Um jólin áskotnaðist seyðkonunni kjaftur einn góður. Eigi mun upplýst að sinni af hvaða skepnu hann er (þar sem getraun er yfirstandandi) en hann er að útliti eins og djöfullinn sjálfur. Halda áfram að lesa
Skrýtið ástand
Ég er hvorki að bíða eftir Elíasi né leita að einhverjum öðrum og það er skrýtið ástand.
Ég kvaddi Elías formlega, fyrir löngu enda tilgangslaust að reyna að þróa samband við mann sem ætlar að verja mörgum árum í annarri heimsálfu. Þessvegna litum við heldur aldrei á það sem samband. Allt á hreinu fyrirfram og þannig á það að vera. Auk þess eigum við ekki margt sameiginlegt og hann mun líklega eignast sitt fyrsta barn um það leyti sem ég verð amma. Hann hefur samband við mig reglulega og mér þykir vænt um það en ég kvelst ekki af söknuði. Halda áfram að lesa
Músin sem læðist
Karlmenn virðast sjaldan kæra sig um að vera einir. Jafnvel Músin sem læðist dreif í því að verða sér úti um konu nokkrum mánuðum eftir skilnaðinn, af einhverjum allt öðrum hvötum en stjórnlausri hrifningu. Elías mun aldrei vera á lausu lengur en 4 mánuði hámark. Hann viðurkennir það m.a.s. sjálfur.
Mér finnst eins og ég ætti að vera að búa mig undir afbrýðikast en ég finn ekki fyrir neinni kergju við tilhugsunina um Elías með annarri konu. Það finnst mér stórfurðulegt.
Ætli ég þurfi að yfirstíga tepruskapinn? 2. hl.
-Það má hann bróðir þinn þó eiga að það hefur aldrei verið neitt kvennaflangs á honum. Sagði móðir mín Dramgerður. Hann hefur svosem átt kærustur en hann er allavega ekki sofandi hjá þessari í dag og hinni á morgun.
Ég fann sjálfa mig hnykla brúnir.
-Heldurðu að hann segði þér frá því ef hann stæði í einhverju stóðlífi?
-Maður hefði heyrt af því ef svo væri, svaraði hún og virtist enginn efi í hennar hjarta. Halda áfram að lesa
Ætli ég þurfi að yfirstíga tepruskapinn?
Það er hægt að halda uppi símasamræðum við móður mína, allavega að vissu marki, á meðan maður reynir að lifa sig inn í Trainspotting. Rankaði við mér þegar hún tók sér í munn orðið endaþarmsmök. Ég er bara svo mikil tepra að mér hálfbregður alltaf þegar móðir mín byrjar að ræða sódómí og annað á þeirri línu. Halda áfram að lesa