Sonur minn Ökuþórinn (sem er ekki lengur Pysja) varð 17 ára í gær. Og tók bílpróf! Fyrir mig er það ígildi byltingar. Nú get ég látið hann fara í Bónus. Ég er frjáls!
Byltingin er hinsvegar íhaldssamari.
Sonur minn Ökuþórinn (sem er ekki lengur Pysja) varð 17 ára í gær. Og tók bílpróf! Fyrir mig er það ígildi byltingar. Nú get ég látið hann fara í Bónus. Ég er frjáls!
Byltingin er hinsvegar íhaldssamari.
Anna segir að raunveruleg verðmæti séu fólgin í vinum þínum en ekki þeim sem þú sefur hjá.
Einhvernveginn finnst mér rökrétt að sofa þá bara hjá vinum sínum. Verst að vinir mínir eru allir fráteknir. Nema Spúnkhildur og ég vil ekkert sofa hjá henni.
Reyndar komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkrum árum að það væri vesenisminnst að sofa hjá einhverjum sem mér er hæfilega illa við eða hef allavega nógu lítið álit á til að ekki sé hætta á að það þróist út í einhverjar ástargrillur. Mér hefur samt aldrei verið neitt illa við Elías en ég vissi líka að hann yrði ekkert í boði nema í stuttan tíma svo það var ekki verulega hætta á að yrði eitthvað ástarkjaftæði úr því.
Í augnablikinu er mér því miður ekki illa við neinn.
Byltingin vakti mig í nótt, miður sín yfir innvígslu sinni í kapítalískt samsæri gegn móður náttúru og mannlegri reisn. Í þetta sinn sagði ég honum sannleikann. Halda áfram að lesa
Afrek dagsins er svo mikilvægt að ég efast um að nokkuð sem ég á eftir að taka mér fyrir hendur á þessu ári komist í hálfkvisti við það. Í dag bjargaði ég fjármunum sona minna frá eilífri glötun í íslensku bankakerfi. Ekki veit ég hvaðan þeir hafa þá hugmynd að það sé ósiðlegt að vera fjárhagslega sjálfstæður. Líklega hef ég gengið full langt í því að innræta þeim andúð á neysluhyggju. Halda áfram að lesa
Veturinn minn í Leeds átti ég vingott við geðbilað málfræðiséní. Hann safnaði biblíum og smokkaleiðbeiningum, því hann sagði að þetta tvennt væri nákvæmlega eins allsstaðar í heiminum og þessvegna nauðsynlegt þeim sem vildi læra sem flest tungumál. Hann færði mér gjöf á Valentínusardaginn og af því að við vorum ekki á Íslandi fannst mér það ekkert mjög asnalegt. Halda áfram að lesa
Hahh þarna plataði ég þig. Þessi færsla snýst hvorki um Guð eða gvuð og því síður um klámsýki þeirra félaga.
Ég hef tekið eftir því að ef ég nefni guðdóminn eða eitthvað tengist hinu kynræna í titli færslunnar, eykst aðsóknin á síðuna um 100-150%.
Ég ætlaði bara að tékka á því hvað gerðist ef ég nefndi hvorttveggja :-Þ
Það er ekki af illgirni, (ég myndi alveg viðurkenna það ef svo væri) sem mér hlýnar um hjartaræturnar þegar ég sé mistök hjá manni sem ég hef svo mikið álit á að ef ég væri ekki viss hefði ég sagt nei, þetta er áreiðanlega ekki hann, þetta eru allt of klaufaleg mistök til að það geti staðist. Halda áfram að lesa