Alcoa fær ekki krónu. Nananananana!
Ríkið á hinsvegar rétt á bótum vegna óhlýðni sonar míns við verði laganna en honum er slétt sama um það (það er álmafían sem er óvinurinn) og því réttlæti mun hvort sem er aldrei verða fullnægt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Ííííík!
Á sunnudaginn hitti ég sæta strákinn aftur.
Langt síðan ég hef fengið firðildi í magann út af karlmanni.
Klám fyrir Kárahjúka
Um daginn sagði sonur minn Byltingin mér frá hópi ungra aktivista sem hefði bjargað vænum skika af skóglendi með klámsýki sinni. Þau gerðu klámmynd undir heitinu „Fuck for the Forest“ og notuðu ágóðann til að kaupa skóg sem annars hefði verið eytt. Halda áfram að lesa
Ef gult væri blátt væri rautt
-Ef mín nýtur allt í einu ekki lengur við. Ef ég flyt t.d. til útlanda, muntu þá fá þér nýja hjákonu?
-Vinkonu. Það heitir ekki hjákona nema maður sofi hjá henni.
-Það heitir hjákona ef konan þín má ekki vita um sambandið.
-Hún veit ekkert um alla sem ég hitti.
-Jæja. Segðu henni frá sambandi okkar og spurðu hana hvað hún viji kalla það.
-Ókei, köllum það það sem þú vilt.
-Og muntu finna þér aðra ef ég verð ekki til staðar?
-Ég skal reyna svara því ef þú svarar mér líka. Ef ég væri einn, en allt væri að öðru leyti eins, myndir þú vilja búa með mér? Ég veit að þú vilt alveg svara mér heiðarlega en geturðu það?
-Málið er bara að það væri aldrei allt eins að öðru leyti. Það yrðir þú sem gæfist upp. Þér finnst gott að láta kúga þig en hjá mér yrðir þú að taka ábyrgð á þér sjálfur og höndla frelsið sem fylgir því. Þú réttlætir samband okkar með því að þú getir ekki verið einn en með mér þyrftirðu aldrei að vera einn og hefðir þar með enga afsökun fyrir að hitta einhverja aðra. Ég yrði ekki afbrýðisöm út í neinn nema tíkina þína og hún tæki þér ekki aftur ef þú færir frá henni svo þú þyrftir ekki að fela neitt og þar með yrði þetta ekki nógu spennandi fyrir þig.
-Þú svaraðir ekki spurningunni.
Nei, líklega svaraði ég henni ekki en það er ekki vegna þess að ég hafi ekki svar. Ég gæti búið með þér hjartað mitt, það gæti ég vel. En ég veit ekki hvort ég myndi afbera það að missa þig.
Bara þetta eina
-Þannig að Mía litla er semsé að bíða eftir Snúði?
-Nei yndið mitt, það er Múmínsnáðinn sem bíður eftir Snúði. Mía litla bíður ekki eftir neinum. Halda áfram að lesa
Þar sem hjarta þitt slær
-Hvernig er hann?
-Hann er lítill og fallegur og yndislegur.
-Eins og Elijah Wood?
-Nei. Ekki þannig. Ekki jafn bláeygður og það verður aldrei nema einn Elías í mínu lífi.
-Elías?
Hann horfði á mig eins og hann hefði gert stórmerkilega uppgötvun. Halda áfram að lesa
Svar til Kela
Þetta svar hans Kela er nú alveg tilefni til nýrrar færslu.
Það eru alls ekki allir karlar vonlausir, Keli minn, það hef ég aldrei sagt og ekki Anna heldur. Gremja okkur liggur í því hvað geðslegir menn eru óaðgengilegir. Þeir sem eru „á markaðnum“ eru: Halda áfram að lesa