Klám fyrir Kárahjúka

Um daginn sagði sonur minn Byltingin mér frá hópi ungra aktivista sem hefði bjargað vænum skika af skóglendi með klámsýki sinni. Þau gerðu klámmynd undir heitinu „Fuck for the Forest“ og notuðu ágóðann til að kaupa skóg sem annars hefði verið eytt.

http://www.youtube.com/watch?v=mKnFrPo-YN4

Ég stakk upp á því að Byltingin og félagar endurnýttu hugmyndina með stórmyndinni „Klám fyrir Kárahnjúka“. Það yrði sjálfsagt auðvelt að fá gömlu frýrnar í MFÍK til að taka að sér aðalhlutverkin og svo gætu krakkarnir í Ungrót komið sterkir inn.

Þegar þessi hugmynd er orðin að veruleika má búast við að fjölmiðlamenn streymi að með hina nýklassísku spurningu „hvernig kviknaði þessi hugmynd?“
Ég heyri svarið alveg fyrir mér:
-Ja maður er svona alinn upp við þetta. Það var alltaf mikið klæmst á mínu heimili og móðir mín hefur nú átt það til að vera frekar subbuleg á blogginu sínu, svo það má eiginlega segja að ég hafi drukkið í mig klámsýkina með móðurmjólkinni.

 

One thought on “Klám fyrir Kárahjúka

  1. ———————

    😀
    Þetta var ótrúlega fyndið. Vinnufélagar óttast nú um geðheilsu mína. (Reyndar ekki í fyrsta sinn.)

    Posted by: magnus | 1.12.2006 | 12:23:02

    ———————

    besta hugmynd sem ég hef heyrt í allan dag:)

    Posted by: baun | 1.12.2006 | 14:25:19

    ———————

    Móðir mín klámkerling, sannsöguleg bók eftir helsta byltingarmann íslensks nútíma…

    Posted by: Gillimann | 1.12.2006 | 16:27:43

Lokað er á athugasemdir.