Við Darri sáum Foreldra í gær. Ég rakst á umsögn Ástu um bæði Foreldra og Börn og hún segir svona nokkurnveginn það sem ég vildi sagt hafa um þessar tvær myndir. Stórfínar myndir og ég hvet alla til að sjá þær báðar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Veiðimannseðlið
Veiðmannseðlið er innbyggt í tegundina, þú kemst ekki hjá því. Ef það vantar þá ertu að tala um einhverja hliðartegund eða þá að þú hefur rekist á geimveru á djamminu. Sem kæmi svo sem ekki mikið á óvart miðað við sumt sem maður rekst á þar.
Eitt get ég sagt þér um kynni mín af veiðimönnum góurinn minn: Halda áfram að lesa
Höfuðfokk
Hann hallaði undir flatt og setti upp; „nú-er-ég-voðavitlaus“svipinn.
-Ég er besti vinur þinn þessi árin er það ekki? sagði hann og reyndi að hljóma svolítið óöruggur.
-Jú, samsinnti ég.
-Og þú treystir mér betur en nokkrum öðrum í heiminum? Halda áfram að lesa
Uhhh?
Ég taldi mig vera svona heldur til hægri í pólitík en samkvæmt þessari könnun er ég argasti kommi og líka mun frjálslyndari en ég hefði talið. Ég held reyndar að fáir nái því að vera hægrimenn samkvæmt þessu prófi svo það er kannski ekki mikið að marka það.
Nýtt runktæki óskast
Mig vantar einsemdarrunkara í staðinn fyrir bloggið. Það er bara ekki hægt að bjóða lesendum upp á þetta eymdarklám svona árum saman en ég hef ekki fundið neitt sem virkar betur. Ég hef ekki skoðað vísindalegar rannsóknir á viðbrögðum fólks við einmanaleika. Held samt að hjörtunum svipi saman í þessu sem öðru.
Þegar karlmenn verða einmana dunda þeir sér við að tosa í tillann á sér, held ég. Halda áfram að lesa
Ljóta vitleysan
Ég veit ekki alveg hvort mér finnst meira svekkjandi, þegar ég er búin með sunnudagskrossgátuna fyrir kl 10 á sunnudegi eða þegar öll vikan dugar mér ekki til að klára hana. Mig vantar ennþá tvö orð frá síðustu viku en lauk við nýju gátuna á mettíma. Samt held ég að gamla gátan sé ekkert þyngri. Bara einhver hugarflæðisstífla í mér. Ég er ekki búin að skoða lausnina á síðustu gátu en nú langar mig samt ekkert að ráða hana lengur. Halda áfram að lesa
Það var einkamálið
Ég hef tekið eftir einu merkilegu.
Þegar kona segir við karlmann; mig langar að eignast maka, tekur hann því umsvifalaust þannig að hún sé að leita að bara einhverjum maka, ætli að heita þeim fyrsta sem hún hittir á netinu ævarandi tryggð og giftast honum óséðum. Halda áfram að lesa