Það var einkamálið

Ég hef tekið eftir einu merkilegu.
Þegar kona segir við karlmann; mig langar að eignast maka, tekur hann því umsvifalaust þannig að hún sé að leita að bara einhverjum maka, ætli að heita þeim fyrsta sem hún hittir á netinu ævarandi tryggð og giftast honum óséðum.

Ekki hvarflar að kappanum að konan væri löngu gift ef hún væri í þessari leit eingöngu til að vera ekki ein og að ástæðan fyrir því að hún er að leita á netinu, sé einmitt sú að hún sé búin að skanna kunningjahópinn, vinnufélagana og djammið, hafi ekki fundið hinn rétta þar og vilji þó frekar vera ein en í slæmri sambúð.

Mig langar að eignast maka. Ekki bara einhvern maka heldur dásamlegan, kláran, glaðværan, ábyrgan, reyklausan, djammtregan og laglegan karlmann sem á virkilega vel við mig. Ég get ekki sagt til um það hvort hann eigi vel við mig nema kynnast honum fyrst. Sem þýðir að ef ég hitti einhvern sem ég kynntist á netinu er ég ekki þar með búin að lofa að gifast honum og reikna ekkert frekar með að við verðum hrifin hvort af öðru. Ég reikna reyndar heldur ekki með að þurfa að taka 6 ár í það að komast að því hvort sambúð sé góður kostur. Ég hitti karlmann allavega ekki til þess að stofna til bólfélagasambands ef ég er þegar búin að taka fram að ég sé í makaleit. Þegar ég segi mig langar að eignast maka, bæti ég ekki við
-skilyrðislaust,
-hvað sem það kostar,
-og þú ert vafalaust sá rétti,
-þessvegna vil ég endilega prufukeyra þig í bælinu
eða fyrir hádegi á þriðjudag.

Lærið að lesa feitu fávitar.

 

One thought on “Það var einkamálið

  1. ————————————————–

    sjónin versnar með hverju umframkílói

    Posted by: no-boddí | 28.01.2007 | 0:13:16

    ————————————————–

    æji Eva fyrirgefðu hvorki þú né aðrar konum í þessum heimi eigið skilið svona athugasemdir, ég er á fimmta bjór og er búinn að vera að dunda mér við að svara blogginu þínu eins og það komi mér einum við, við karlmenn í okkar tvíklofna persónuleika skiljum stundum ekki tilganginn á bakvið lífið frekar en margar kynsystur þínar. Alltof margir halda að þið séuð okkur til afþreyingar og til að létta okkur tilveruna á annan hátt yfirleitt.

    Posted by: no-boddí | 28.01.2007 | 0:18:39

    ————————————————–

    já, ég held það stundum líka!

    Posted by: no-boddí | 28.01.2007 | 0:27:44

Lokað er á athugasemdir.