Sigríður Guðný Björgvinsdóttir lauk námi í landfræði 2012 og starfar nú við fornleifaskráningu hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Í viðtali við Kvennablaðið segir Sigríður frá starfi sínu og þeirri ákvörðun sinni að afla sér háskólamenntunar eftir nær þriggja áratuga hlé frá námi. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Lifandi satíra
Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:
Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.
Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað
Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa
Pottþétt ráð gegn skattsvikum
Nefnd á vegum fjármálaráðherra hefur fundið nýja og skothelda aðferð til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Lagt er til að fimm- og tíuþúsundkróna seðlar verði einfaldlega teknir úr umferð. Nefndin var skipuð í kjöfar uppljóstrunarinnar um Panamaskjölin og virðist því sem markmiðið sé sérstaklega að bregðast við svikum af því tagi. Halda áfram að lesa
Iþþ, piþþ, litlinn þinn
Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa
Íslanska ríkið – nýtt vefrit
Í dag fagna Íslendingar afmæli lýðveldis á Íslandi. Að þessu sinni hafa yfirvöld ákveðið að vegna hryðjuverkaógnar muni lögreglumenn vopnaðir skammbyssum ganga um götur, þjóðinni til verndar. Halda áfram að lesa