Snorri í Betel er fordómafullur asni. Hann hefur verið fordómafullur asni í marga áratugi og því þarf ekki að koma neinum á óvart þótt hann hafi haldið áfram að vera fordómafullur asni eftir að hann fékk kennarastöðu á Akureyri. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Engar kleinur handa Ögmundi
Helgi Seljan er besti fréttamaður sem Íslendingar eiga (takið eftir hlutgervingunni þegar ég tala um Helga sem fyrirbæri í almannaeigu.) Halda áfram að lesa
Áfengisþversögnin
Ég hef heyrt þá skoðun að áfengi sé undirrót alls ills.
Venjulega er það fólk sem hefur misst stjórn á lífi sínu vegna ofdrykkju sem lýsir þessu viðhorfi, eða fólk sem bregst við áfengisáhrifum með hegðun sem það er verulega ósátt við eftir á og hefur komist að þeirri niðurstöðu að best sé að sleppa því bara að drekka. Einnig fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á því tillitsleysi sem einkennir virka alkóhólista eða jafnvel misst ástvini sína í geðveikina eða dauðann. Halda áfram að lesa
Sáttatilboð
Af hjarta þeir vilja okkur vernda og gæta
og velfarnað tryggja, sem hafa okkur rænt.
Um hægri eða vinstri ég hirði ekki að þræta
en handbendi valdsins er Ögmundargrænt. Halda áfram að lesa
Bréf til Ögmundar
Sendi þessa fyrirspurn til netsíðu Ögmundar í dag
Sæll Ögmundur
Ég hef mikið velt því fyrir mér, í tengslum við mál Mohammeds Lo, hvernig flóttamannasamningur Sameinuðu Þjóðanna og útlendingalögin séu túlkuð hjá ráðuneyti þínu. Halda áfram að lesa
Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni
Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:
Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa
Fyrirsagnafúsk
Fjölmiðlar þrífast á grípandi fyrirsögnum. Samt sem áður er hlutverk fjölmiðla að miðla fréttum en ekki skáldskap og eðlilegt er að gera þá kröfu til þeirra að þeir hafi rétt eftir viðmælendum sínum. Sláandi fyrirsögn þarf því líka að vera í einhverju samræmi við veruleikann til þess að teljast góð. Halda áfram að lesa