Ætli við höfum ekki flest orðið vitni að því að fólk sem allajafna er friðsamt og hegðar sér nokkuð prúðmannlega verður það sem kallað er „vitlaust með víni“? Flest okkar jú, en ekki samt Sóley Tómasdóttir.
Greinasafn fyrir merki: áfengi
Margarítu-svindl
Ég drakk frosna Margarítu í gær og það passar nú ekki við það sem ég einsetti mér bara tveimur dögum fyrr. Halda áfram að lesa
Áfengisbölið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152703285297963
Enn ein gervirannsóknin
Eru ENGIN takmörk fyrir því hverskonar þvælu menn leyfa sér að fara með fyrir Alþingi? Hér er bent á skólaverkefni sem á ekkert skylt við vísindi og það er bara lítill hluti af því rakalausa bulli sem kemur fram í þessu erindi.
Það má vel vera að það sé vond hugmynd að selja áfengi í matvörubúðum en það sem kemur fram þarna eru bara ekki góð rök fyrir því og sumt af þessu er helbert þvaður. Það er t.d. bull að kalla hugrenningar 3ja bindindismanna „rannsókn“ og ætla að draga af því einhverjar almennar ályktanir um hvað muni gerast. Það er í mesta lagi hægt að draga ályktanir um viðhorf þriggja tiltekinna einstaklinga af þessu verkefni.
Viltu fá að éta? Mígðu þá í bauk.
Fyrir liggur úrskurður Persónuverndar um að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hafi ekki verið heimilt að krefja umsækjanda um fjárhagsaðstoð um þvagsýni. Halda áfram að lesa
Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?
Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Halda áfram að lesa
Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling?
Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling sem gefur samþykki? Og ef það er í lagi; hversu drukkinn þarf maður/kona að vera til þess að samþykkið sé ómarktækt?
Er í lagi að hafa mök við áberandi drukkinn einstakling sem sækist mjög ákveðið eftir kynlífi eða er það nauðgun?
Skiptir máli hvort báðir/allir aðilar eru undir áhrifum eða er það nauðgun ef annar er edrú en hinn vel í glasi?
Tjásur: