Allt útlit er fyrir að ný stjórnarskrá verði grundvölluð á tillögum Stjórnlagaráðs. Með gerð þessarar tillögu var stigið mikilvægt skerf í átt til þátttökulýðræðis. Fordæmi hefur verið sett og rökrétt framhald er að almennir borgarar taki beinan þátt í því að móta lagafrumvörp um stór mál og að fleiri mál verði borin undir almenna borgara. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Pistlar
Beiðni til Brandarakastljóss
Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa
Búin að kæra Stefán
Í dag fékk ég ábendingu um að mjög vafasamt væri að það stæðist upplýsingalög að neita almenningi um aðgang að skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búsáhaldabyltinguna. Ég sendi því inn kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, svohljóðandi: Halda áfram að lesa
Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns
Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.
Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa
Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum
Þann 16. september sendi ég Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi tölvupóst:
Sæll Stefán
Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvert ég á að snúa mér til að fá afrit af nýútkominni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Ef þú getur sjálfur sent mér hana á þetta netfang þigg ég það með þökkum.
Kær kveðja
Eva Hauksdóttir Halda áfram að lesa
Fram, fram, aldrei að víkja
Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa
Af útlendingaandúð óheppna íþróttamannsins
_____________________________________________________________________
Viðtalið við fótboltamanninn sem opinberaði fordóma sína í garð Albana hefur vakið verðskuldaða athygli. Skítkastið á umræðukerfi DV er þó óvenju hófstillt og það gleður mig að sjá hversu margir láta sér nægja að deila tenglinum á facebook eða birta beina tilvitnun án þess að hafa um það stóryrði. Enda svosem ekki margt um þetta að segja, ummælin dæma sig sjálf og það þjónar litlum tilgangi að ausa skít yfir mann sem er enginn áhrifamaður og var sennilega að bregðast við vægu kúltúrsjokki.
Ummælin, jafn ósmekkleg og þau eru, bera fyrst og fremst vitni um grunnhyggni þess sem áttar sig ekki á sínum eigin fordómum; fordómum sem vissulega eiga sér rót í veruleikanum svo fullrar sanngirni sé gætt. Fátækt og há glæpatíðni fylgjast alltaf að, glæpatíðni er há í Albaníu og ferðamenn sérstaklega varaðir við því. Að fullyrða að Albaníumenn séu þar með „mestmegnis glæpamenn“ bendir nú ekki beinlínis til þess að drengurinn hafi hugsað þetta til enda og ég get alveg virt honum það til vorkunnar.
Pilturinn baðst strax afsökunar og er það vel. Í besta falli getur þessi leiðinlega uppákoma orðið til þess að hann og hans félagar ræði vandamál þeirra samfélaga sem þeir heimsækja á ögn vitrænni nótum framvegis. Við sem höfum áhyggjur af kynþáttahyggju og útlendingafordómum vitum að hættulegu rasistarnir eru ekki þeir sem eru bara ekkert búnir að pæla í þessu og missa hugsanir sínar út úr sér svona óvart. Þeir hættulegu eru nefnilega búnir að hugsa þetta til enda og gala þó öllu fegurri söng en óheppni íþróttastrákurinn. Það eru þeir virtu menn og mælsku sem hafa vit á að vefja viðbjóðslega afstöðu sína í neytendavænar umbúðir og smygla henni inn í stjórnmálin undir yfirskini menningarverndar, föðurlandsástar og ótta við erlend glæpasamtök. Sumir þeirra halda því beinlínis fram að þeir vilji bjóða innflytjendur velkomna, enda þótt þeir í hinu orðinu geri sér far um að sá tortryggni og andúð.
_____________________________________________________________________