Aðförin að samningafrelsinu

hannes-g-sigurdsson-a-vef-688x451

Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.

Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa

Afnemum skólaskyldu

Stærðfærðitími eftir Leonóru Dan

Þegar ég segist vilja afnema skólaskyldu rekur fólk upp stór augu. Eða þá að það rúllar augunum. Hugmyndin þykir fráleit. Menn sjá fyrir sér hroðalegt óreiðusamfélag þar sem stór hluti þýðisins er ólæs og gerir helst ekkert annað en að spila tölvuleiki og reykja hass. Halda áfram að lesa

„Umfang mála réttlætir ekki mannréttindabrot“ – viðtal við Hafþór Sævarsson

hafthor-kvennabladid-x111-688x451

Í júlí síðastliðnum skilaði settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, áliti sínu á beiðni um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmála. Niðurstaða hans var sú að rök séu fyrir endurupptöku í málum Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Alberts Klahn Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Halda áfram að lesa

Pírataskjaldborgin, fjármálaráðherra og sjötta boðorðið

screen-shot-2015-09-01-at-11-13-24-688x451Mikið gæfuspor yrði það ef kjósendur sýndu jafn mikinn áhuga á störfum fjármálaráðherra og meintum bólfararáformum hans. En með fullri virðingu fyrir einkalífi Bjarna Ben og grunnstefnu pírata, þá er þessi pistill afar langt frá því að vera það skynsamlegasta sem sagt hefur verið um stóra Madison-málið. Halda áfram að lesa

Af hverju ættu kennarar að fá að græða á nemendum?

books-21849_640-688x451

Í síðasta pistli stakk ég upp á því að háskólakennarar veittu nemendum sínum, og öðrum eigendum Háskóla Íslands, rafrænan aðgang að því námsefni sem þeir útbúa, endurgjaldslaust. Ég hefði reyndar átt að taka fram að ég átti eingöngu við akademíska starfsmenn við ríkisháskóla, það eru auðvitað fleiri sem skrifa námsbækur. Halda áfram að lesa