Frequent flyer program

Við skulum nú gæta þess að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Bandaríkjamenn beita ekki pyndingum. Þeir nota bara frequent flyer program, sem er vitanlega allt annað.

Eftir 6 ára enduruppeldi í þessum ágætu fangabúðum er Omar náttúrulega enginn unglingur lengur, svo það er tímabært að koma honum í eitthvert almennilegt „prógamm“.

mbl.is Fanga í Guantanamo-búðunum meinað um svefn

Fátt er svo með öllu illt

Afkoman skárri en þeir spáðu en hagnaðurinn hefur nú samt dregist verulega saman. Það verða að teljast góðar fréttir í sjálfu sér.Ég gleðst yfir hverri krónu sem þetta viðbjóðslega glæpafyrirtæki verður af,  sem og önnur í sama flokki, því fjárhagslegur skaði er það eina sem eigendur þeirra hafa áhyggjur af. Sæmd og siðgæði skiptir þá engu máli, hvorki mannslíf né mannréttindi, hvað þá umhverfissjónarmið.

http://www.savingiceland.org/node/1095

http://www.savingiceland.org/node/1165

http://www.savingiceland.org/doubledeath

 

mbl.is Hagnaður Alcoa dregst saman um 24%

Vanhæfur

Auðvitað var hann ekki með í ráðum. Til þess eru nú allar þessar stofnanir að ráðherrar þurfi ekki að vera með nefið ofan í hverju einasta máli sem upp kemur í landinu. Verkaskipting er það kallað.

Það sem er hins vegar háalvarlegt mál er að ráðherra, gaurinn sem tekur við kærunni og er ábyrgur fyrir því hvernig hún verður meðhöndluð, er búinn að taka afstöðu til þessa máls og lýsa henni yfir opinberlega. Og það gerir hann vanhæfan. Ég veit ekki hver annar ætti að fjalla um kæru á hendur Útlendingastofnun en það er allavega á hreinu að Björn er ekki rétti maðurinn til þess.

Merkilegt líka að Björn segir eitthvað á þá leið að það verði að skoða réttarstöðu hvers og eins. Það var einmitt ekki gert í þessu tilviki. Málið var ekki tekið fyrir, heldur vísað burt.

mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið

Enn brillerar Björn

Björn marskálkur fer nú eiginlega aðeins yfir strikið með dagbókarfærslu sinni í gær. Ingibjörg Sólrún reynir að krafsa í bakkann fyrir hans hönd, með því að biðja Ítali að sýna Paul Ramses skárri framkomu en Íslendingar hafa gert, og marskálkurinn reynir að slá sjálfan sig til riddara fyrir að hafa ekki sett sig á móti því.

Hverjum datt í hug að setja þetta í sæti dómsmálaráðherra?

Þetta mál verður ekki unnið með nokkurra daga bloggröfli. Ef okkur er alvara með að láta ekki stofnanir samfélagsins gera okkur meðsek um morð þá gerum við meira en að tala.

Atieno veit ekkert hvað bíður hennar, annað en það að hún fær ekki að vera hér. Við getum komið í veg fyrir að hún verði send úr landi. Spurningin er bara hvort nógu margir vilja það.

Björn er vanhæfur

Gallinn við að láta dómsmálaráðherra taka málið upp er sú að hann er bullandi vanhæfur. Hann hefur þegar tjáð sig um það opinberlega hvað þetta hafi allt saman verið löglegt og siðlegt og eftir bloggfærslu sem hann birti 5. júlí, að dæma, hefur hann engan skilning á ástandinu í Kenía, telur að þar sé bara allt í ljúfri löð.

Ég álít reyndar að það sé almennt mjög óæskilegt að hafa jafn forpokaðan hernaðarsinnaða í valdastöðu en í þessu máli leikur ekki nokkur vafi á vanhæfni Björns.

mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun

Djúpur skítapyttur hjá ÚTL

Hér er nú eitt nýlegt dæmi um afrek Útlendingastofnunar og má þó leiða líkur að því að fæst slíkra mála séu nokkurntíma kærð. Hvað varð annars um þennan mann? Ég hef kannski ekki fylgst nógu vel með en hafi eitthvað meira af honum frést hefur það farið fram hjá mér.

Sex orða meme handa Birni

Yfirklórið gengur fram af mér. Enginn þarf að óttast um líf sitt vegna kosningaþáttöku nei, í landi þar sem 1500 manns féllu á innan við tveimur mánuðum! Þá eru ótaldir þeir sem hverfa, sæta pyndingum og öðrum ofsóknum. Þetta er svona álíka gáfulegt og að tala um friðarferlið í Ísrael-Palestínu. Og það sem er nú kannski aðalmáli hér; umsóknin var ekki tekin fyrir. Menn eru að komast að þessu niðurstöðum eftir að hafa sent hann úr landi.

Það væri annars gaman að heyra múkk frá Jónínu Bjartmarz, sem hefur nú áður látið málefni flóttafólks til sín taka.

Hér er meme handa Birni:

Lítilla sanda, runkaði sér yfir reglugerðum.

Hittumst við Skuggaráðuneytið kl 12. Það þarf samt harðari aðgerðir en að veifa skilti.