Útlendingurinn sér fram á samdrátt og bregst við með því að hegða sér skynsamlega, sýna meiri hófsemi.
Íslendingurinn aftur á móti neitar að horfast í augu við staðreyndir. Hann telur sér trú um að það að hugsa jákvætt jafngildi því að stjórnast af draumórum og eyðir sem aldrei fyrr.
Fyrir nokkrum dögum flúði starfsfólk BT í skjól af ótta við að troðast undir.
Ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur. Það er ekki mér að kenna, ég get ekki breytt því og þar af leiðandi er tilgangslaust að skammast sín. Ég spái því að Þorrabyltingin muni ekki snúast um kröfuna um nýja stjórnhætti, heldur muni múginn rísa upp og krefjast þess að ríkið taki fleiri lán. Eða selji auðlindir okkar úr landi.