Ólíkt hafast þeir að

Útlendingurinn sér fram á samdrátt og bregst við með því að hegða sér skynsamlega, sýna meiri hófsemi.

Íslendingurinn aftur á móti neitar að horfast í augu við staðreyndir. Hann telur sér trú um að það að hugsa jákvætt jafngildi því að stjórnast af draumórum og eyðir sem aldrei fyrr.

Fyrir nokkrum dögum flúði starfsfólk BT í skjól af ótta við að troðast undir.

Ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur. Það er ekki mér að kenna, ég get ekki breytt því og þar af leiðandi er tilgangslaust að skammast sín. Ég spái því að Þorrabyltingin muni ekki snúast um kröfuna um nýja stjórnhætti, heldur muni múginn rísa upp og krefjast þess að ríkið taki fleiri lán. Eða selji auðlindir okkar úr landi.

One thought on “Ólíkt hafast þeir að

  1. Við verðum líka að taka ábyrgð á eigin lífi og lifa ekki eins og kóngar þegar enginn peningur er til. Við getum ekki alltaf skýlt okkur bak við það að allt sé öðrum að kenna. Hvað verður þegar þeir sem kaupa eins og brjálæðingar núna fá Visa reikningana sína í febrúar. Það er ekkert skrýtið að allt sé á skallanum hjá svona þjóð þegar enginn tekur ábyrgð, hvorki ríki né þegnar.
    Kær kveðja,

    Posted by: Ragna | 7.12.2008 | 22:30:48

    Ég hef trú á því að þegar öllu er á botnin hvolft þá mun jólaverslun íslendinga verða mun minni en hún hefur verið.Fólk notar kortin mun minna en áður.
    Geri ráð fyrir að fólk sé frekar snemma í því núna að versla vegna hræðslu um hærra verðlag. Og ekki er fólk að versla mikið erlendis.
    ég fynn oftast í mínu starfi fyrir nokkurri jólaverslun í USA en núna get ég nánast sagt að hún sé engin.
    Einnig hefur aukist mikið að útlendingar versli stórt hér þ.e.a.s. dýrar vörur. Og svo eru náttúrulega alltaf einhverjir sem sukka stórt þegar þeir verða fyrir áföllum.

    Posted by: Stefán H. | 8.12.2008 | 8:14:27

Lokað er á athugasemdir.