Ég fór í Bónus í morgun.
Ég gerði ekki jólainnkaup, heldur verðlagskönnun. Átti von á að troðast nánast undir eins og venjuleg á Þorláksmessu en það voru ekki nema 8-12 manns í búðinni á meðan ég stoppaði það, þar af 4 útlendingar, 2 sem ég veit fyrir víst að voru ‘bara að skoða’ og ekki keypti ég snitti. Af þessu dreg ég þá ályktun að fólk sé þegar farið að beina viðskiptum sínum annað.
Samkvæmt heimildum sápuóperunnar stendur nú yfir lokaæfing fyrir Þorláksmessutónleika anarkistakórsins. Kórinn, sem var stofnaður fyrr í þessum mánuði, kom fyrst fram þegar kókakólalestin hringdi inn stórhátíð kapítalismans með dyggri aðstoð meðvirkrar lögreglu og björgunarsveitarmanna.
Markmið kórsins í dag er að troða upp á ýmsum stöðum, og þá ekki síst fyrir utan verslanir Baugs, og syngja pólitíska jólasvöngva af hjartans innlifun og leggja meiri áherslu á fagnaðarboðskapinn en listrænt gildi.