Þessi maður bloggar ekki um allt sem þyrfti að gera í andspyrnustarfi. Hann tuðar ekki yfir því sem ekki er gert eða yfir því sem er gert á annan hátt en hann vildi. Hann bíður heldur ekki eftir að hundruð manna mæti á einhvern fund. Hann bara gerir hlutina sjálfur.
Einn daginn stóð þessi maður einn fyrir utan Landsbankann með skilti. Næsta dag fóru 70 manns með honum inn í bankann.
Einn daginn fór ég í Seðlabankann til að ná tali af Davíð og skora á hann að segja af sér. Um 20 manna hópur fór með mér. Seinna um daginn, þegar ég var löngu farin heim, bættust 200 manns í hópinn.
Sá sem stendur einn fær fleiri með sér. Sá sem bíður eftir að aðrir geri hlutina fyrir hann stendur áfram einn.
—————————————————–
OK
nákvæmlega munu verkin tala.
það má þekkja menn af verkum þeirra. en hver skilur svo verkin? fólk miskilur svo margt eða hreinlega tekur ekki eftir.
Einn einbeittur fókus-eraður maður getur gert meira en hundruð þúsund ding-dong ringlaðir einstaklingar.
Posted by: gard | 22.12.2008 | 15:13:59
——————————————————————–
Tjásur af moggabloggi
Það var flott skiltið hans Hvítþvottarstöðin.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.12.2008 kl. 01:11
——————————————————————–
Doris: Hvernig er ástandið í heiminum í dag? Er heimurinn betri eða verri eftir að Jesú og hans lærisveinar 12 fóru að boða hina kristnu trú?
Himmalingur, 23.12.2008 kl. 03:04
——————————————————————–
Hilmar, ástandið í heiminum er alltaf bölvað. Enda sagði Jesús: „Í heiminum hafið þér þrenging.“ Heiminum stjórna nefnilega djöflarnir Mammon og Andskotinn (sem nú virðast eiga veraldleg stjórnvöld á Íslandi með húð og hári). En Jesús bætti við: „En verið hughraust: Ég hef sigrað heiminn.“ Við skulum verða þátttakendur í þeim sigri og berjast ótrauð gegn hvers kyns spillingu og kúgun – því sigurinn er þegar staðreynd. Við þurfum bara að bera okkur eftir honum – með þátttöku.Circus (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 04:22