Svínið farið að svelta

Ég fór í Bónus í morgun.

Ég gerði ekki jólainnkaup, heldur verðlagskönnun. Átti von á að troðast nánast undir eins og venjuleg á Þorláksmessu en það voru ekki nema 8-12 manns í búðinni á meðan ég stoppaði það, þar af 4 útlendingar, 2 sem ég veit fyrir víst að voru ‘bara að skoða’ og ekki keypti ég snitti. Af þessu dreg ég þá ályktun að fólk sé þegar farið að beina viðskiptum sínum annað.

Samkvæmt heimildum sápuóperunnar stendur nú yfir lokaæfing fyrir Þorláksmessutónleika anarkistakórsins. Kórinn, sem var stofnaður fyrr í þessum mánuði, kom fyrst fram þegar kókakólalestin hringdi inn stórhátíð kapítalismans með dyggri aðstoð meðvirkrar lögreglu og björgunarsveitarmanna.

Markmið kórsins í dag er að troða upp á ýmsum stöðum, og þá ekki síst fyrir utan verslanir Baugs, og syngja pólitíska jólasvöngva af hjartans innlifun og leggja meiri áherslu á fagnaðarboðskapinn en listrænt gildi.

 

One thought on “Svínið farið að svelta

  1. ———————————————–
     
    Ég fór í nokkrar bónusverslanir frá um 11-13 í dag. Það var lítið að gera þar og auðvitað keypti ég ekkert.

    Ég fór síðan í Nettó í Mjódd og þar var mikið að gera og keypti þar jólabækur og annað smálegt.

    En þegar ég kom í Fjarðarkaup þá var allt brjálað. Biðröð að komast inn, bílastæðin stútfull og langar biðraðir við kassana. Frábært.

    Á svipuðum stað í Hafnarfirði er Bónus verslun og þar var mun minna að gera og t.d. ekkert mál að fá stæði þó bílaplanið sé mun minna en í Fjarðarkaup.

    Fólk virðist vera að vakna til meðvitunar. Til hamingju Eva.

    Posted by: sulan | 23.12.2008 | 13:05:45

    ——————————————————————-

    Mér finnst þú töff töff töff, en gerir þú þér grein fyrir að þú ert að hýsa þennan vef hjá Svíninu?

    Posted by: siggi | 23.12.2008 | 13:40:51

    ——————————————————————-

    Svínið virðist farið að svelta!!!
    það er rólegt í bónus en brjálað t.d. í krónunni, nóatúni og nettó. Þetta er allt að virka:)
    já Eva þú ert töff!

    Posted by: Ragga | 23.12.2008 | 15:48:07

    ——————————————————————-

    Já Siggi. Það var nú einmitt áfall laugardagsins. Þá áttaði ég mig á því að Skýrr er í eigu Baugs (sjá kommentakerfið hér:http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/750420/#comments). Þetta veldi er svo rosalegt að maður þarf virkilega að passa sig til að álpast ekki óvart til að versla við þá.

    Ég er búin að tala við Skýrr og það er bara mánaðaruppsagnarfrestur á þjónustunni svo þetta stendur til bóta.

    Posted by: Eva | 23.12.2008 | 18:48:14

    ——————————————————————-

    OK
    vissi en vildi ekki segja þér að bonusfeðgar ættu, því síðan er góð. verður þá vandamál með flutning.???
    annars má líka líta öðrum augum á þetta og segja að þú eigir líka lítin hluta í Skýrr og borgir rekstrarkostnað með eigu þinni. því ekki gefa allar eigur hagnað. og sumir eru fangar eigna sinna.
    en hér og nú áfram að öðru máli getur einhver bent mér á blaðagrein einhverstaðar þar sem mér tylkinnt að ég og ríkiðhafi verið ábyrgðar maður á bankahruni, var það í lögbirtingarblaðinu eða hvað?
    það væri fínt að fá upplýsingar um þetta fyrir vorið. Ég skal jafnvel borga fyrir þessar upplýsingar með reikningi.
    En ég er þá að tala um mjög gamlar dagsetningar.
    kveðja.

    Posted by: gard | 23.12.2008 | 19:40:08

    ——————————————————————-

    Elsku dúllurnar.
    Þið eruð öll „Saintas litle helpers.“ Því miður.
    Segið mér;
    Hver græðir á jólakortunum sem þið sendið? Og þeim jólakortum, sem þið fáið? Flest eru keypt í Baugs-verslununum.
    Hver flytur inn WC-pappírinn, sem þið notið, hvar svo sem þið kaupið hann? Ef ekki Ísl/Am. þá „Svínsveldið“ (fyrirgefðu orðalagið Jóhannes).
    Hvar ætlið þið að stoppa í „paranoyjunni“ ykkar?
    Hver á skugga þinn Eva, meðan þú stendur í geisla ljósgjafa, sem kostaður er af „Svíninu?“
    Hér vantar einhverja heildarsýn.
    Gl.jó.
    kjh

    Posted by: kjh | 24.12.2008 | 0:50:53

    ——————————————————————-

    Það er mjög erfitt að sniðganga Baugsveldið algerlega en það er nú samt sennilega eina leiðin til að losna við þessa menn. Nema þú viljir fara þá leið að stofna endurmenntunarbúðir fyrir þá. Það er svosem nóg húspláss austur á Kárahnjúkum.

    Posted by: Eva | 24.12.2008 | 1:19:26

    ——————————————————————-

    nú ég fór í Holtagarða í Svínið og þegar ég ætlaði á kassann náði röðin alla leið að kælirnum, þ,e,a,s alla langleið búðarinnar koms vo 4 tímum seinna til að fara í HAGKAUP og enn var röðin í Svínabúðinni svon löng, ég held bara að fólk versli þar sem það fær vöruna ódýrast, mér fannst matvara aldrei ódýr þegar KOLKRABBINN átti allt og verðlagði allt eins og Aðallinn vildi, er fólk að byðja um það aftur, einokun Kapitalistans Nazistanna….
    kv Tryggvi tbee@simnet.is

    Posted by: tryggvi | 27.12.2008 | 12:38:20

    ——————————————————————-

    Tjásur af moggabloggi
     
    Hey, hvernig gengur maður í kórinn? Ég er fínasti bassi, sko!Nonni, 23.12.2008 kl. 11:47

    ——————————————————————-

    Nonni, ég er reyndar ekkert viss um að sönghæfileikar séu efstir á blaði yfir inntökuskilyrði í anarkistakórinn en ef þú kemur við hjá mér skal ég gefa þér símanúmer hjá tengilið. (Án þess að ég viti það finnst mér afar ótrúlegt að kórinn hafi kórstjóra)Eva Hauksdóttir, 23.12.2008 kl. 11:55

    ——————————————————————-

    Anarkista-, Níhílista- og Stjórnleysingjafélögin;  Eru þeir ekki með nákvæma meðlimaskrá, félagsreglur og lög til að fara eftir?

    Ég bara spurði svona.

    Kveðja, Björn bóndi  

    Sigurbjörn Friðriksson, 23.12.2008 kl. 13:32

    ——————————————————————-

    Nei, anarkistar mynda ekki félög, heldur hreyfingar. Ég hef aldrei heyrt um að Nihilistar myndi sérstakar hreyfingar eða félög.Eva Hauksdóttir, 23.12.2008 kl. 15:27

    ——————————————————————-

    Svínið fitnaði í Holtagörðunum seinnipartinn í gær og í dag. Ég gekk bara framhjá.

    Fjarðarkaup er ágæt. 

    Gleðileg jól!

    Heidi Strand, 23.12.2008 kl. 18:39

    ——————————————————————-

      Ég verslaði í Bónus 22. desember. Ég hafði heyrt af þessum mótmælum og vildi fyrir alla muni forðast þig og þína.Kristín (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 18:47

    ——————————————————————-

    Óskaplega var ég feginn að rekast ekki á mótmælendaskrílinn í dag þegar ég fór í Bónus að versla. Stappað út úr dyrum, alþýðan að gera góð kaup fyrir jólin og kaupa sér gott í matinn fyrir hátíðarnar, og ekki einn einasti aktívistaræfill nálægt. Sem betur fer er að fjara undan fótgönguliðum þínum, Eva, og fólk að átta sig á því að þið eruð fámennur hópur óuppalinna ribbalda, enda segir máltækið að bylji hæst í tómri tunnu.Liberal, 23.12.2008 kl. 18:59

    ——————————————————————-

    Var að koma úr bónus á Egilstöðum flott verð miðað við aðra staði og þarf

    þó að aka um það bil 150 km fram og til baka.ER ekki aðdáandi Jóns eða en
    heyrði á Egilsstöðum að þetta væri með stærri vinnustöðum þar. um að gera
    vesen og láta loka svo fólk missi vinnuna.Hef grun að þú sért að upphefja
    sjálfa þig í auglýsinga skini fyrir búðina sem að þú rekur.Og ef það er
    svona erfitt að láta enda ná saman hjá þér þá áttu að drífa þig í vinnu það
    vantar fólk í frystihúsið á Djúpavogi og Flateyri og taktu son þinn með þér
    honum veitir ekki af að kynnast hvað vinna uppi á endann 12-14 tíma til að
    láta enda ná saman.Auðvita eru vondir tímar við verðum að bíta á jaxlinn og
    hætta að væla ég er búin að tapa peningum á hruninu sem að ég var búin að
    safna með smá sparnaði á mörgum árum en þetta eru bara peningar líklegt að
    ég missi vinnuna með vorinu og veit ekki hvort að ég held íbúðinni en hvað
    um það ég stend uppréttur .Ég styð ekki ríkistjórnina en hún var kosin til
    fjögra ára og ég verð að sætta mig það og ætla ekki beita neina ofbeldi eða
    ráðast á venjulegt fólk sem er að vinnu sína í bönkum eða fjármálstofnum og
    má þakka fyrir það.Ef að Jón Ásgeir eða Sigurður eða Bjarni Ármannson
    verða blankir seinna meir þá mun ég deila með þeim sem að ég hef Óska þér
    gleðilegra jóla og vona þið mæðginin spáið í þetta með vinnu úti á landi og
    gera ekki neitt til að eyðileggja jól hjá öðrum kveðja baldur

    Baldur (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 19:02

    ——————————————————————-

    Þú hefur náttúrulega ekki hugmynd um það Liberal hversu margir voru inni í búðinni án þess að versla. Þetta var ekki kynnt sem uppþrot grímuklæddra anarkista, heldur aðgerð sem hver og einn gæti tekið þátt í án þess að láta á því bera og ég er þegar búin að heyra í mörgum sem hafa verið að dunda sér við að færa hluti úr stað, leggja kerrum hist og her og bara yfirhöfuð að þvælast fyrir.

    Ég held að sé alveg grundvöllur fyrir að gera þetta oftar.  

    Eva Hauksdóttir, 23.12.2008 kl. 19:02

    ——————————————————————-

    Ég er með öruggar heimildir fyrir því að engir aktívistar voru meðal vor Bónusfólks í dag, nema kannski þú Eva.

    Ekki ein kerra var skilin eftir í minni verslun í dag sem er þó meðal þeirra stærstu. Auk þess var ég í sambandi við önnur „svín“ í hinum verslununum sem lentu ekki í neinu veseni. Þvert á móti voru viðskiptavinir okkar rólegir, þægilegir og lausir við öll leiðindi, tafir og annað sem reynir á þolrif vinnandi fólks.

    Frábær dagur í alla staði og ekkert sem olli vonbrigðum.

    Ég vona að þú sért sátt við árangurinn, við bónus ræflarnir erum að minnsta kosti verulega kát.

    Eigðu gleðileg jól:)

    Sandra (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 01:29

    ——————————————————————-

      Enn og aftur er sami vælutónninn í garð þeirra sem ekki eru Evu sammála.

    „með dyggri aðstoð meðvirkrar lögreglu og björgunarsveitarmanna.“
    Þeir sem voga sér að reyna að halda uppi lögum og rétti og eins þeir sem voga sér að aðstoða aðra til að koma í veg fyrir óhöpp og slys hljóta að vera undir hælnum á kapítalistasvínum. Eða hvað?

    Eva, þegar næst verður kosið til Alþingis er rétti tíminn til þess að láta í ljós óánægju með stjórnvöld. Ég er hinsvegar hræddur um að svona skæruhernaður eins og við höfum séð undanfarið verði aðeins til þess að fæla fólk frá því að kjósa nýtt blóð. Því að hver vill fá yfir sig stjórn sem að kennir sig við skrílslæti og skemmdarverk?

    Ég kaus ekki núverandi stjórn í síðustu kosningum en ég mun heldur ekki kjósa þá sem að hugsanlega færu fram undir merkjum skrílsins.

    Aðalsteinn Baldursson, 24.12.2008 kl. 04:03

    ——————————————————————-

    Ég ætla hér með að beina öllum viðskiptum mínum við bónus í mótmælaskyni við Evu. Reyndar var full bónusbúð af fólki sem var á fullu að versla. Af því dreg ég þá ályktun að fólk sé farið að mótmæla þessum aðgerðum Evu og versli bara í Bónus.Bjöggi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 14:01

    ——————————————————————-

    Þau einu keiðindi sem ég hef orðið fyrir, (vegna þessarrar mótmælabylgju Evu Hauksdóttur nornar, örverpinu syni hennar og restinni af skrílun; Anarkistum, Femínistum, Níhílistum, Hommafrontinu, Kommúnistum, Karlhöturunum („Niður með feðraveldið“) og þeirra aftaníossum svo sem; Heimir L. Fjeldsted, mjólkurfræðingur og fyrrverandi kaupmaður m.m., og talsmaður Femínistafélagsins Vestan lækjar (eins og hann lýsir sér sjálfur) sem hatast við þá kaupmenn sem þraukuðu og gerðu það gott með lágu vöruverði) er að nú var svo mikið að gera í Bónusverslununum fyrir Jólin að margar vörur kláruðust í hillunum og biðraðirnar við kassana alveg óþolandi langar, þótt starfsfólkið hafi unnið ötullega af kappi og dugnaði við að afgreiða með hraða sem má telja á heimsmælikvarða.
    Ég legg því til að Eva og Co., hætti þessarri auglýsingaherferð fyrir Bónus og fari að snúa sér að öðru.  Jón Ásgeir og Jóhannes Bónusfeðgar eru að græða alltof mikið á henni.  Nú vita allir hve ódýr varan er í Bónus verslununum.

    GLEÐILEGA JÓLAHÁTÍÐ !!!!   …….og gangið í Guðs friði. 

    Kær kveðja, Björn bóndi   

    Sigurbjörn Friðriksson, 25.12.2008 kl. 17:11

    ——————————————————————-

    Jóa mín ( nú eða Eva – hvað sem þú vilt kalla þig ).

    Hér fyrir ofan setur fólk sem er þér ekki sammála og þá er það að sjálfsögðu væl. Kristín – Liberal – Baldur – Björn og aðrir sem eru á móti ofbeldi þíinu og þinna er búið að fá nóg. Ég hef alltaf verið kærulaus í innkaupum en mun hér eftir beina mínum viðskiptum í Bónus – það virðist liggja beinast við. Ég er á þeirri skoðun að það sem útrásarliðið á til af eignum eigi að taka og leggja í púkkið. En ofbeldi gegn fyrirtækjum OG Alþingi er gjörsamlega óásættanlegt sem og ofbeldi gegn stofnunum. Takk fyrir að vekja mig til umhugsunar um það hvar best sé að versla.

    Ein spurning – af hverju þessi nafnabreyting – var nafn afa þíns ekki nógu gott??

    Bestu kveðjur til þín

    Óli Hrólfs

    Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:35

    ——————————————————————-

    Þessi nafnbreyting kemur þér ekkert við Ólafur og er ekki til umræðu á opinberum vettvangi.

    Ég hef margsinnis beðið þig að nefna dæmi um það ofbeldi sem þú telur mig hafa beitt en svör þín við því hafa öll verið tómt bull og greinilegt að þú skilur ekki eða þykist ekki skilja merkingu orðsins ofbeldi.

    Ég hef aldrei verið treg til að eiga skoðanaskipti við fólk sem er mér ósammála en ég nenni hinsvegar ekki að standa í þrætum við fólk sem hefur engin rök fyrir máli sínu og vill greinilega bara halda uppi einhverju tuði. Ég bið þig því vinsamlegast að snúa tuði þínu að einhverjum öðrum en mér, ég hef bara ekki tíma í svona vitleysu.

    Eva Hauksdóttir, 27.12.2008 kl. 17:56

    ——————————————————————-

    þau mótmæltu mikið
    sem hötuðu „spikið“
    og því ætluðu öll af stað
    en í því lá grínið
    að svelta svínið
    því enginn gat staðið við það

    á endan neinn mætti
    og mörgum því þætti
    þau ei getað staðið við neitt
    og því sit ég og rita
    fyrir all´aðra að vita
    að grísinn græddi þó feitt

    Matti hvíti (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 00:37

    ——————————————————————-

    ÆÆ mín bara reið –

    gott og vel – ég tel það vera ofbeldi að ráðast að starfsfólki fyrirtækja og stofnana – ég kalla það ofbeldi að ráðast ínn á Alþingi og ógna þar rétt kjörnum fulltrúum þjóðarinnar – ég kalla það ofbeldi að ráðast gegn lögreglu – ég kalla það ofbeldi að vinna að því að skipuleggja ofbeldismótmæli hvort sem þau eru í dag eða að þú og það fólk sem er í kringum þig séuð að skipuleggja slíkt í febrúar –

    ég kalla það hroka að sonur þinn eigi ekki að afplána sinn dóm á sama tíma og þú kallar eftir dómum yfir aðra – mundu að það fólk sem við erum að kalla til ábyrgðar v. útrásarinnar er saklaust þar til búið er að dæma það. Krafan um að þessir aðilar verði kallaðir til ábyrgðar er hávær og það er unnið að þeim málum – ofbeldi er ekki til þess fallið að ýta frekar við þeim málum –

    það er aðvelt að svara – eins og þú gerðir – að þeir sem eyða tíma í að svara þér fari bara með bull sem þú nennir ekki að svara og hafi engin rök – það er hinsvegar lágkúra – en hún hæfir þér jú vel –

    Hvað varðar blðamanninn sem þú varst að úthúða um daginn – hefur þú hugsað út í það að sú stétt sækist í æsifréttir og það sem neikvætt er en hefur engan áhuga á að fjalla um það sem er uppbyggilegt – eins og. t.d. aukið umferðaröryggi? Það er ástæðan fyrir þeirri athygli sem ofbeldisverkin ykkar fá. Þú ættir kanski að lesa ummælin um þig hjá hinum ýmsu bloggurum. Það blogga nefnilega fleiri en jábræður þínir.

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.12.2008 kl. 15:13

    ——————————————————————-

    gleymdi einu

    þessar beiðnir þínar um að nefna dæmi hafa farið framhjá mér.

    veit ekki hvar þær eru en hef væntanlega gert bót hér með

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.12.2008 kl. 15:16

Lokað er á athugasemdir.