Feðraveldi Siðmenntar?

Árið 2011 mótmæltu feministar kynjahalla Kiljunnar. Ég spurði ítrekað hvaða konur hefðu verið sniðgengnar. Einu svörin voru „barnabókahöfundar“ og „Guðrún frá Lundi“. Þegar ég benti á þetta nefndi einhver kvenrithöfund sem hafði ekki gefið út bók í 5 ár. Annar taldi að Þórdís Gísladóttir, sem var boðin í þáttinn, hefði verðskuldað meiri athygli. Ingunn Snædal var eina konan sem með nokkurri sanngirni hægt að segja að hafi verið sniðgengin.

Nú er kynjabias Siðmenntar gagnrýndur. Ég get nefnt mannréttindakonur en man enga sem ég tel verðugri en Jón Gnarr. Hún kann þó að vera til. Ég hef beðið um tillögur en ekkert svar fengið.

Hvað er hollusta?

Næringarráðgjafar tala mikið um hollan mat og telja upp ýmsar fæðutegundir sem eiga að vera hollar. Ég hef samt aldrei séð þá skilgreina hollustu. Hvað gerir fæðu holla? Ef við ættum að meta hvort fæða er holl án þess að fá innihaldslýsingu (til að þjóna fordómum okkar) hvernig myndum við þá prófa það? Ég minnist þess ekki að hafa nokkurntíma séð skilgreiningu á hollustu af hálfu þeirra sem halda þessari umræðu uppi og ef maður gengur á fólk fær maður helst svör á borð við að hollur matur sé ekki of kolvetnaríkur og/eða ekki of feitur. Það er náttúrulega engin skilgreining á hollustu.

Framsókn flaggar undarlegum áherslum

Framsóknarmenn vilja breyta fánalögum. Ekki sé ég ástæðu til að takmarka frelsi fólks til að nota fánann til hvers sem því bara sýnist og tel bara gott mál að aflétta sem flestum bönnum.  En markmiðið er ekki að uppræta úrelta helgisiði heldur að auka notkun þjóðfánans og firra fólk áhyggjum af því að brjóta lög ef það vill hafa duluna uppi allan sólarhringinn.

Mikið er annars fallegt af yfirvaldinu að vilja létta áhyggjum af almenningi. Kannski setja þeir bráðum lög sem eiga að tryggja að pöpullinn hafi ekki áhyggjur af því að tæki Landspítalans bili í miðri aðgerð.

Kattafár

Mér þykja kettir yndislegar skepnur. Og ég er nokkuð viss um að það er löngu tímabært að slaka á lögum um innflutning dýra. Ósköp sorglegt að danska fegurðarkisan fái dauðadóm fyrir strokið en lögum samkvæmt á að svæfa hana og það strax. Kannski var henni lógað í nótt.

Fjölmiðlafárið í kringum þennan hefðarkött er þó ennþá klikkaðra en lög um margra mánaða einangrun eða dauða gæludýra. Sjaldgæft er að fjölmiðlar fjalli ítarlega um strokubörn nema margir dagar hafi liðið án þess að spurst hafi til þeirra. Björgunarsveitir leita heldur ekki týndra unglinga nema þeir hafi horfið í óbyggðum.

Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling?

Er í lagi að hafa mök við drukkinn einstakling sem gefur samþykki? Og ef það er í lagi;  hversu drukkinn þarf maður/kona að vera til þess að samþykkið sé ómarktækt?

Er í lagi að hafa mök við áberandi drukkinn einstakling sem sækist mjög ákveðið eftir kynlífi eða er það nauðgun?

Skiptir máli hvort báðir/allir aðilar eru undir áhrifum eða er það nauðgun ef annar er edrú en hinn vel í glasi?

Tjásur:

Halda áfram að lesa