Feðraveldi Siðmenntar?

Árið 2011 mótmæltu feministar kynjahalla Kiljunnar. Ég spurði ítrekað hvaða konur hefðu verið sniðgengnar. Einu svörin voru „barnabókahöfundar“ og „Guðrún frá Lundi“. Þegar ég benti á þetta nefndi einhver kvenrithöfund sem hafði ekki gefið út bók í 5 ár. Annar taldi að Þórdís Gísladóttir, sem var boðin í þáttinn, hefði verðskuldað meiri athygli. Ingunn Snædal var eina konan sem með nokkurri sanngirni hægt að segja að hafi verið sniðgengin.

Nú er kynjabias Siðmenntar gagnrýndur. Ég get nefnt mannréttindakonur en man enga sem ég tel verðugri en Jón Gnarr. Hún kann þó að vera til. Ég hef beðið um tillögur en ekkert svar fengið.