https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152590164662963
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Tvískinnungur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152587303777963
Mótmælin við Landspítalann
Jafnvel þótt Landspítalinn hefði vald til þess að banna bænahald á lóðinni er þetta arfavond hugmynd. Á að banna allt bænahald eða á stjórn Landspítalans að taka geðþóttaákvörðun um það hvaða óskir til almættisins menn megi bera fram á lóð og í húsakynnum spítalans?
Ég efast um að Landspítalinn hafi nokkurt vald til þess að banna þetta en skulum bara ganga út frá því að þeir geti það og að tekin verði upp reglan „bannað er að biðja fyrir sálum látinna fóstra á yfirráðasvæði Landspítalans“. Sú regla nær þá einnig til fyrirbæna fyrir þeim fóstrum sem konur missa án þess að kæra sig um það – og syrgja mjög. Annað væri brot gegn jafnræðisreglu. Kannski við eigum eftir að sjá málaferli fólks sem er meinað að biðja fyrir látnu barni sínu.
Sumir halda því fram að það sé rangt að tala um bænahald sem mótmæli. Ég er því ósammála. Það er ekkert fáránlegra að kalla bænahald í mótmælaskyni bænahald en að kalla ljóðalestur í mótmælaskyni ljóðalestur. En við skulum átta okkur á því að ef bænahald gegn fóstureyðingum verður bannað á lóð Lansans, þá er rökrétt að banna allt bænahald í nágrenni spítalans. Það er engin leið að ætla að mismuna fólki eftir bænarefni á meðan það er ekki á nokkurn hátt truflandi.
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10152597271167963:0
Enn ein gervirannsóknin
Eru ENGIN takmörk fyrir því hverskonar þvælu menn leyfa sér að fara með fyrir Alþingi? Hér er bent á skólaverkefni sem á ekkert skylt við vísindi og það er bara lítill hluti af því rakalausa bulli sem kemur fram í þessu erindi.
Það má vel vera að það sé vond hugmynd að selja áfengi í matvörubúðum en það sem kemur fram þarna eru bara ekki góð rök fyrir því og sumt af þessu er helbert þvaður. Það er t.d. bull að kalla hugrenningar 3ja bindindismanna „rannsókn“ og ætla að draga af því einhverjar almennar ályktanir um hvað muni gerast. Það er í mesta lagi hægt að draga ályktanir um viðhorf þriggja tiltekinna einstaklinga af þessu verkefni.
Sökudólgarnir í lekamálinu
Já, þeir eru margir sökudólgarnir í þessu máli. Hælisleitendurnir, DV, Rauði krossinn, No Borders, Virkir í athugasemdum, Gísli Freyr, Jón Steinar … Allir nema ráðherra.
Aðallega er það nú samt JSG sem ber ábyrgð á þessu enda átti hann að hafa rænu á því að grípa fram fyrir hendur HBK. Enda er hún bara lítil kona og ekki við öðru að búast en að hún hlýði vondum ráðum karla.
Elsa vann
Það er náttúrulega þetta raunsæislega útlit Elsu sem slær í gegn. Fólk er loksins búið að fatta að Barbí er ekki eins og alvöru kona. Hvern hefði grunað að menn ættu eftir að átta sig á því? Elsa lítur hinsvegar út eins og alvöru stúlka. Augun miklu stærri en brjóstin. Engin hætta á að karlar líti hana girndaraugum.
Gögn handa hverjum sem vill?
Ef Lögreglustjórafélag Íslands álítur að það sé bara undir hverjum og einum komið hvort og hver fær afhent gögn úr sakamálarannsókn, þá undirstrikar það enn frekar þörfina á ytra eftirliti með þeirri vanhæfu stofnun sem lögreglan er.
Uppfært: Rúv hefur nú breytt fyrirsögninni á þessari frétt. Hún var: Ekki þurft að efast um heilindi starfsmanna en er nú: Samskipti gerð tortryggileg án tilefnis.
Hér er svo önnur frétt. Það er gott að aðrir lögreglustjórar skuli ekki kóa með þessu rugli og að það sé fáheyrt að ráðuneyti fari fram á upplýsingar um lögreglurannsóknir. Enda vandséð að ráðherra þurfi að vera með nefið ofan í sakamálarannsóknum til þess að geta gegnt yfirstjórnarhlutverki sínu.