Viðtökurnar við SCUM

Valerie Solanas

Ég var að lesa SCUM, fyrst nú, hef aldrei lesið ávarpið í heild áður. Það væri áhugavert að sjá viðbrögðin ef einræðu um ógeðslegt eðli og innræti kvenna yrði hampað sem listaverki.

Af hverju hef ég á tilfinningunni að Andspyrna myndi ekki hefja til skýjanna verk sem talaði um konur sem óværu og tíundaði það hvernig þær hafa mergsogið karlmenn bæði tilfinningalega og fjárhagslega, haldið þeim í margskonar ánauð, kallað fram allt það versta í þeim, hindrað þá í því að nýta hæfileika sína og í raun eyðilagt heiminn. Það er ekkert erfiðara að rökstyðja það viðhorf en sorann sem Valerie Solanas lét frá sér.

Það er út af fyrir sig athyglisvert að mitt í allri umræðunni um hlutgervingu kvenna og endalausa niðurlægingu þeirra af hálfu karlmanna, sé hatursáróðri í garð karlmanna lýst sem hressum og kjaftforum. Hvaðan kemur annars sú hugmynd að ef kona hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi þá hafi hún þar með leyfi til þess að dreifa skít? Ég sé ekki fyrir mér að það fólk sem mælir þessu bót myndi hampa sambærilegum sora í garð t.d. svartra manna, með þeim rökum að höfundur hefði orðið fyrir nauðgun af hálfu svertingja.

Nokkrar spurningar til Árna Þórs Sigmundssonar

Mig langar að fá svör Árna Þórs Sigmundssonar við nokkrum spurningum sem vöknuðu hjá mér við lestur þessarar fréttar

-Hvernig getur rannsókn á máli stúlkunnar verið lokið ef þið voruð ekkert að rannsaka hennar mál?
-Af hverju var hennar mál ekki rannsakað?
-Hvernig getur það verið ósaknæmt að greiða manneskju 300 kr á tímann fyrir yfirvinnu? Er búið að afnema lög um lágmarkslaun eða hvað?
-Telur lögreglan sér bera skyldu til að rannsaka málið ef upp kemur grunur um þrælahald eða aðra nauðung?
-Hafið þið einhverja sérstaka ástæðu til að ætla að það hafi verið tungumálavandræði fremur en blekkingar sem komu stúlkunni í þessa aðstöðu?

Og svo ein tvíliða spurning til blaðamanns DV:
-Lagðir þú þessar spurningar fyrir yfirmann lögreglunnar? Ef svarið er já, hverju svaraði hann? Ef svarið er nei, hversvegna gerðirðu það ekki?

Einnig má spyrja hvernig það komi heim og saman að lögreglan hafi mál stúlkunnar til rannsóknar eins og Árni Þór segir hér  og það sem hann segir núna, að þeir hafi verið að rannsaka starfsleyfi gistiheimilisins.

Tískugreind er ekki (barba) fín

 

barbapapa 5Fyrir mörgum árum bárust tengsl barbafjölskyldunnar og fjölgreindarkenningarinnar í tal í mínum vinahópi. Greindarsvið Barbafínnar vafðist fyrir einhverjum og ég svaraði því í hálfkæringi að hennar hæfileiki væri tískugreind. Það þótti afar fyndið enda vinir mínir upp til hópa hin mestu gáfnaljós.

Halda áfram að lesa