Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru “að ríða” var mér allri lokið. Móðir mín harðneitaði að fjarlægja klámmyndina sem hún sagði að væri hreint ekkert klám. Hvor okkar hafði rétt fyrir sér? Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Kyndillinn (um kyn og klám)
Dæst
Ég hef ekki skrifað pistil í heila viku og það eru margar vikur síðan ég hef birt pistil sem ég hef lagt vinnu í. Það gerist af og til að ruglið verður svo yfirþyrmandi að mér fallast bara hendur. Halda áfram að lesa
Örlög kvenna – val karla
Ég á vin sem langaði að verða kvikmyndagerðarmaður. Þegar hann var ungur var kvikmyndagerð ekki kennd á Íslandi. Hann átti lítil börn en enga peninga og var ekki áhættusækinn. Halda áfram að lesa
Eigi skal efast
Viðbrögðin við hæstaréttardómnum í vítisenglamálinu, sem engir vítisenglar voru viðriðnir, afhjúpar þá útbreiddu skoðun að kynferðisbrot séu annars eðlis og miklu alvarlegri en annað ofbeldi. Halda áfram að lesa
Rakstur
Mörgum árum áður en komst í tísku að fjarlægja kynhár, vaknaði ungur piltur á sófanum hjá félaga sínum eftir þokkalega skrautlegt djamm. Hann brölti fram úr til að pissa og sá sér til furðu að hann leit út eins og englabarn að neðanverðu. Halda áfram að lesa
Hefndin
Fyrir mörgum árum heyrði ég sögu sem mér finnst líklegast að sé flökkusaga. Halda áfram að lesa
Hvort viltu nauðgun eða líkamsmeiðingar?
Umræðan um nýlegan dóm hæstaréttar er áhugavert dæmi um þann árangur sem kennivald kvenhyggjunnar hefur náð. Réttarkerfi sem fær standpínu af tilhugsuninni um að negla mótorhjólagengi, hlýtur umsvifalaust að leggjast á sveif með meintum vítisenglavinum ef þeir eru kynferðisglæpamenn. Halda áfram að lesa