Ekki vera geðveik

Elskan. Ekki vera geðveik. Já, þetta er nefnilega sjálfskaparvíti.

Þótt einhverjar ofurhúsmæður hegði sér eins og Martha Stewart þá er ekki þar með sagt að þú þurfir endilega að gera það líka. Hver er eiginlega að gera allar þessar kröfur til kvenna? Og hvaða hræðilegu afleiðingar hefur það að sleppa bara því sem maður hefur ekki áhuga á? Ég hef ekki sent jólakort í mörg ár, hvað þá búið þau til, og enginn hefur kvartað. Ég kaupi fallega kassa og poka undir jólagjafir því ég nenni ekki að pakka inn, aldrei hefur neinn sýnt af sér óánægju með það. Í fyrra bakaði ég ekki svo mikið sem eina smáköku, enginn kvartaði. Ég hef ekki sett upp jólatré í mörg ár og ef það veldur einhverjum hugarangri þá hefur viðkomandi haldið því fyrir sjálfan sig. Ég get alveg misst mig í jólastress en það er algerlega á mína eigin ábyrgð.

Ása Lind steypir um kynbundið ofbeldi

Femínistaruglið nær sífellt nýjum hæðum.

Ef hermaðurinn í þessu tilviki eða gengjaglæpamaðurinn hefði verið kona hefði hún pottþétt líka verið drepin eða lamin.

Drottinn minn dýri hverskonar eiginlega þvæla er þetta? Herkonum er hlíft við hættulegustu verkefnunum einmitt vegna þess að þær eru konur. Halda áfram að lesa

Swingið hefur bætt sambandið

swing

Þegar orðið framhjáhald er nefnt er kynlíf utan sambands eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann. Þó er til fólk sem telur ekki neikvætt að deila maka sínum með öðrum. Bjarni og Sara eru á fimmtugsaldri og eiga að baki 16 ára hjónaband. Þau fluttust frá Íslandi fyrir 5 árum og á nýja staðnum kynntust þau því sem kallað er “swing”, það er að segja, þau hafa makaskipti og taka þátt í hópmökum. Halda áfram að lesa

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

tjaning

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því.

Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu. Halda áfram að lesa