Sauður býður sig fram til stjórnlagaþings

Þessi lögspekingur er í framboði til stjórnlagaþings. Hann telur 1010 ára gömul lög enn í fullu gildi.

Þessi menntakona sem heldur að ríkiskirkja sé forsenda jólahalds og að engar kirkjur séu til í ríkjum muslima, telur sig einnig eiga erindi á stjórnlagaþing.

(Þetta kom fram á vef Þjóðkirkjunnar en færslur hennar um frambjóðendur eru ekki lengur aðgengilegar. Hinsvegar vitnar Sigurður Hólm í orð þeirra hér.)

Halda áfram að lesa

Stellið

10526864_1_l

Mávastellið er eitthvert dýrasta matar- og kaffistell í heimi og sennilega það alljótasta.
Ef ég man rétt þá átti amma eitthvað af þessu ógeðfellda stelli. Allavega man ég það svo greinilega að þegar ég fékk að hjálpa til við að stilla upp bollum og diskum fyrir fimmtugsafmælið hennar, var mávastellið það eina sem ég mátti ekki anda á. Ég var mjög móðguð, enda ekki vön því að brjóta og bramla en var eiginlega hálffegin þegar mér var sagt að einn bolli væri jafn dýr og allir bollar sem væru notaðir dags daglega samanlagt. Það er hugsanlegt að hún hafi fengið það lánað en ég efast um að hún hefði nokkurntíma viljað fá eitthvað svona dýrt að láni. Aldrei man ég þó eftir að það hafi verið notað við neitt annað tækifæri. Og ekki hissa á því enda stellið forljótt.  Halda áfram að lesa

Í fótnum

Júlíus: Er Stulli keyrður?
Jói: Nei, hann fer ekki til vinnu í dag, útaf hann hefur vont í sínu beini.
Frænka: Honum er illt í fætinum.
Jói: Nú? Ég hélt hann hefði bara vont í einum fótnum. Hefur hann vont í tvem?

Af rassgötum og tussum

Ég nota orðið rassgat sem vægt blótsyrði, svona til að gefa til kynna að mér sé eilítið sigið í skap.
-Rassgat, segi ég ef kaffifilterinn rifnar og korgurinn rennur ofan í könnuna.
-Rassgat, hnussa ég þegar ég sé svona fyrirsagnir. Ég get líka átt það til að biðja syni mína um að rassgatast til að ganga betur um, segja að krakkarassgatið hafi skilið frystinn eftir opinn eða að einhver sem mér finnst vera of langt í burtu frá mér, búi úti í rassgati. Halda áfram að lesa

Ísdanska

Frænka: Jói minn, ætlar vinur þinn að borða með okkur?
Jói: Nei, hann verður bráðum náður í af pabba sínum.

Frænka: Viljiði hafa rauðuna lina eða á ég að steikja eggin báðum megin?
Dana: Hanne vill gjarnan hafa það snúið.
Jói: Ég vil ekki ost á mitt brauð og ég átti að spyrja hvis þú getur leggjað enga kartöflu á Atlas disk.

Stuttu síðar þegar við sitjum við matborðið fær Bjartur hóstakast.
Júlíus: Hefur þú vont í hálsinum Bjartur?
Hulla: Bjartur minn, ég er búin að segja þér að fólk á að hvíla sig þegar það er þreytt og fara til læknis þegar það er veikt. Ég er viss um að ef þú að leyfir mér að stjórna þér í hálfan mánuð þá færðu það betur.

 

Fyrirgefið að þið skulið hafa pínt mig

Nokkrum árum eftir þennan atburð stóð ég sjálfa mig að því að gera lítið úr eineltismáli.

Strákur í bekknum mínum var settur hjá og þegar verst lét áreittur. Hann var klaufi í samskiptum eins og flest eineltisbörn og reyndi stundum að komast inn í hópinn með því að spila sig töffara en það fór honum illa. Hann sætti ekki ofbeldi en engum duldist að hann var neðstur í goggunarröðinni og honum var sjaldan boðið að vera með í neinu.

Einhverju sinni reyndi einn kennarinn að gera okkur ljóst að við værum vond við hann og það að ástæðulausu, Ég sagði honum að stráksi væri vanhæfur í samskiptum og að hann væri að gera allt of mikið úr þessu. Ég hafði árið áður verið í bekk með strák sem var beinlínis píndur. Svo alvarlega að hópar sátu fyrir honum á leið úr skólanum, það var vakað yfir hverri hreyfingu hans, hann hæddur endalaust og jafnvel laminn. Mér varð það á að verja hann og einangraðist sjálf fyrir vikið því það þótti ekki fínt að vera ‘horkögglasleikja’. Ég ætlaði ekki að falla í þá gryfju aftur en auk þess fór allt sem þessi kennari sagði öfugt ofan í mig.

Kennarinn svaraði því til að þótt einelti (ég held reyndar að hann hafi verið fyrsta manneskjan sem ég heyrði nota það orð) viðgengist í einhverjum öðrum skóla, sæi hann ekki átæðu til að umbera það sjálfur. Ég skildi hvað hann átti við og var honum sammála. Hinsvegar þoldi ég hann ekki. Reyndar hafa fáir menn farið jafn mikið í taugarnar á mér og ég fann mig knúna til að mótmæla öllu sem hann sagði. Ég hélt því fram gegn betri vitund að hann væri að tala um alls óskylda hluti og að eina vandmálið sem þessi drengur ætti við að stríða væri honum sjálfum að kenna. Staða drengsins í hópnum breyttist ekki en líklega hafa einhverjir stillt sig um að láta fyrirlitningu sína í ljós svo kennarinn heyrði.

Mörgum árum síðar hringdi þessi maður í mig og sagðist vilja biðja mig afsökunar ef hann hefði einhvern tíma gert eitthvað á minn hlut. Ég mundi nú ekki eftir neinu öðru en því að hann hafði einhverntíma tekið þátt í því að kíkja inn í sturtuklefann. Ég mundi hinsvegar eftir mörgum atvikum þar sem ég hefði getað verið almennileg við hann en hunsaði hann, þar sem ég hreytti ónotum í hann fyrir sakir sem ég hefði ekki gert athugasemdir við ef einhver annar hefði átt í hlut. Hann var einlægur og ekki að heyra að hann teldi mig bera neina ábyrgð. Ég spurði manninn hvers konar rugl þetta eiginlega væri, hann hefði sjálfur verið þolandinn.Hann sagðist vera nýkominn úr áfengismeðferð og það væri hluti af batanum að biðja alla sem maður hefði skaðað afsökunar.

Seinna frétti ég að hann hafði hringt í hin bekkjarsystkinin líka. Þá missti ég endalega álitið á AA samtökunum

 

Hvernig verða hugmyndirnar til?

Hvernig fékkstu eiginlega þessa hugmynd? sagði fíflið opinmynnt.

Jú sjáðu til. Það var nebblega þannig að einn daginn þegar sat ég og hugleiddi að vanda, opnaði ég skyndilega þriðja augað. Ég var með lokuð augun en horfði samt út um gat á enninu, rétt fyrir ofan nefið, Og hvað heldurðu að ég hafi séð? Einhvern svona gaur, sveipaðan fjólubláu ljósi. Sennilega hefur þetta verið Gvuð eða einhver álíka sköpunargaur. Halda áfram að lesa