Ég giftist Hilmari 18 ára og ólétt. Fyrsta heimilið okkar var í vesturbæ Hafnarfjarðar en þegar Haukur fæddist fluttum við í götóttan hjall við Lækinn. Hann hét Brautarholt og var rifinn fyrir mörgum árum. Þegar við fluttum inn hafði húsið þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft og dæmt til niðurrifs en þar sem eigandi neðri hæðarinnar, fátæk, einstæð móðir með bein í nefinu, harðneitaði að flytja nema bærinn útvegaði henni íbúð sem hún réði við að borga af, varð ekkert af framkvæmdum í nokkur ár. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Hveitibrauðsdagar Silfurskeiðabandalagsins á enda
Myndin er eftir Gunnar Karlsson
Nú fer hveitibrauðsdögum Silfurskeiðabandalagsins senn að ljúka og alvaran að taka við. Brúðkaupið mun hafa farið fram á laun löngu fyrir kosningar. Og enn halda leynifundir áfram á leynistöðum. Lítið hefur frést af því hvað sætabrauðsdrengirnir hafa rætt á fundum sínum en því nákvæmari fréttir verið fluttar af bakkelsisáti þeirra félaga. Eftir því sem næst verður komist hafa hjónaleysin lítið rætt stefnuna en þess í stað einbeitt sér að gagnasöfnun. Sumir hefðu kannski talið þörf á að ljúka þeirri vinnu áður en kosningaloforð eru gefin en “Wild Boys” gera hlutina á sinn sérstaka hátt. Halda áfram að lesa
Lágkolvetnaveganhráfæðis lífsstíllinn
Eins og allir vita nú orðið eru kolvetni frá Kölska. Einnig ætti flestum að vera orðið ljóst að dýraafurðir eru frá djöflinum. Þeir eru kannski færri sem vita að eldaður matur er frá andskotanum sjálfum. En látið ekki hugfallast. Það er vel hægt að lifa heilbrigðu og gífurlega hamingjusömu lífi með lágkolvetnaveganhráfæðinu. Halda áfram að lesa
Jarðarför á facebook
Í nótt dreymdi mig að íslenskur tónlistarmaður sem leit út eins og Mugison en var samt einhver annar, hefði látist af slysförum í útlöndum.
Þar sem reglugerð Landbúnaðarráðuneytisins heimilaði ekki innflutning á hráu kjöti var ekki hægt að flytja líkið heim og facebook logaði af skítkasti út í Jón Bjarnason.
Ættingjarnir neyddust til að grafa tónlistarmanninn, sem reyndist vera bróðir Bjarkar Guðmundsdóttur, í útlöndum. Ekki þótti raunhæft að reikna með að allir sem vildu kveðja hann færu utan til þess að vera við jarðarför svo þessvegna var ákveðið að útförin færi fram á facebook.
Þetta gekk ágætlega fyrir sig í megindráttum en mér fannst samt ægilega kjánalegt að sjá gula grátkalla og endalausar raðir af bleikum hjörtum á veggnum.
Þegar ég vaknaði dæsti ég yfir ruglinu sem fer fram í hausnum á mér í svefni. Ég er samt ekkert viss um að jarðarfarir á facebook séu langt undan.
Afi dálítið utan við sig
Afi Jói gat aldrei munað að Beggi bróðir minn héti Guðbjörn. Hann kallaði hann alltaf Berg. Það var kannski nett pirrandi fyrir Begga en ekkert stórmál. Einu sinni varð gleymska afa Jóa á nöfn þó frekar neyðarleg. Halda áfram að lesa
Viltu gefa kærustunni dýraskartgripi?
Þessir eru víst að reyna að vera ægilega sniðugir en vinkonurnar kunna greinilega ekki að meta dýra-skartgripi í Tiffanys öskjum.