Myndin er eftir Emily Balivet
Þá vitum við það;
allt líf þitt var lygi.
Og hvað varð um leit þína að arnareggi Keisarans? Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Þá vitum við það;
allt líf þitt var lygi.
Og hvað varð um leit þína að arnareggi Keisarans? Halda áfram að lesa
Seinna um nóttina vísaði stjarnan þér á helli.
Þú kastaðir poka þínum við munnann
og kraupst við fljótið til að fylla vatsbelgina.
Þú leist niður og sást að límkenndur þráður var tengur nafla þínum
og lá inn í hellinn.
Í fljótinu sástu nakinn líkama þinn
og hönd sem bar saumaskæri Keisaraynjunnar að strengnum.
Þú heyrðir leðurkennt hljóð
um leið og hún klippti á strenginn.
Að baki þér sástu stúlka í röndóttum sokkum,
hún vatt strengnum um hönd sér,
og vafði upp hnykil
um leið og hún elti þráðinn inn í hellinn.
Myndin er eftir Emily Balivet
Undir fullu tungli
dansa örlaganornir við Urðarbrunn.
Á daginn vinna þær vaðmál úr skýjum;
Urður spinnur bláa þræði og rauða.
Verðandi tvinnar þá saman.
Skuld slær vefinn og hlær. Halda áfram að lesa
Þegar þú vaknar
vaggar þér bátur á öldum.
Framundan fífilbrekka
og iðjagrænn lundur
og þar sem þú hefur numið tungumál fugla
veistu að hér ríkir friður og fegurðin ein. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Arnaregg eru ekki eins brothætt og maður gæti haldið.
Og þar sem það er eðli fíflsins að halda mörgum boltum á lofti
fer það létt með eitt arnaregg. Halda áfram að lesa
Myndin er eftir Emily Balivet
Á vorgrænum morgni,
gengur léttfættur drengur steinbrúna yfir ána
sem rennur meðfram húsi þínu.
Á höfði hans situr arnarungi. Halda áfram að lesa