Kvenbúningar bannaðir – karlbúningar ekki?

Árið 2014 komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að Frökkum væri stætt á því að banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og þar með andlitsslæður múslímakvenna. (Dóminn má lesa í enskri þýðingu hér.) Í vikunni féll dómur í svipuðu máli gegn Belgíu. (Þeir sem lesa frönsku geta séð hann hér.) Halda áfram að lesa

Lifandi satíra

Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:

Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.

Halda áfram að lesa

„Fréttin“ sem móðgaði Hríseyjarvini

Eva: Heyrðu! Ég var að skoða fjölda flettinga og sé að Kvennablaðið fær bara rífandi lestur. Væri ekki rétt að fara í útrás? Finna kjölfestufjárfesta og ráða fullt af blaðamönnum? Hafa fréttaritara um heim allan?

Steinunn Ólína: Jú það væri auðvitað athugandi. Það er að vísu gúrkutíð framundan en þú getur allavega skrifað fréttir úr Hrísey. Halda áfram að lesa

Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað

Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa

Þekkir þú höfund bókarinnar Men Only … ?

Sumarfrí eru eiginlega alveg ágæt. Ég sit í eldhúsinu á Hámundarstöðum í Hrísey og les bók sem kom út í íslenskri þýðingu 1956, Kvenleg fegurð, eða á frummálinu Frau Ohne Alter. Höfundurinn er rússnesk-þýsk leikkona; Olga Tschechowa en bókin er þýdd og staðfærð af frú Ástu Johnsen og prýdd myndum af íslenskum fegurðardrottningum, auk mynda úr þýsku bókinni. Halda áfram að lesa

Konan sem kláraði smjörið

Myndin er skjáskot úr myndbandi (youtube.com/watch?v=2WBRloSIEf8)

Mig dreymdi að ég hefði gefið út ljóðabók sem hét Konan sem kláraði smjörið og var svo framúrstefnuleg að ég skildi ekki orð í henni sjálf. Ég hafði einhverjar efasemdir um að hún myndi seljast í bílförmum en vissi að ég var dottin í lukkupottinn þegar Gísli Ásgeirsson tók upp á því að auglýsa hana í Costco hópnum.

Ég sagði frá draumnum á Facebook (þegar ég var vöknuð semsagt) og Gísli Ásgeirsson svaraði að bragði

„Samkvæmt draumheimildum mínum (sem ég tel næsta öruggar) er þetta fyrsta ljóðið í bókinni.

Mest er hún fyrir fjörið
og fyllir helst á sér rörið
kátínan dafnar
því kílóum safnar:
Konan sem kláraði smjörið.“