Reykjanesbær segist ekki leysa húsnæðismál með því að koma börnum í fóstur

Vegna frétta af húsnæðislausum foreldrum í Reykjanesbæ sem segja sveitarfélagið ekki bjóða upp á önnur úrræði en þau að koma börnunum í fóstur, sendi ég fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar um það hvort það væri almenn stefna sveitarfélagsins að bregðast við húsnæðishraki með því að leysa upp fjölskyldur og ef svo væri, hvernig það samræmist meginreglum barnalaga og opinberri stefnu sveitarfélagsins. Halda áfram að lesa

Með dúndrandi hjartslátt í fyrsta prófinu, eftir 30 ára hlé frá námi

Sigríður Guðný Björgvinsdóttir lauk námi í landfræði 2012 og starfar nú við fornleifaskráningu hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Í viðtali við Kvennablaðið segir Sigríður frá starfi sínu og þeirri ákvörðun sinni að afla sér háskólamenntunar eftir nær þriggja áratuga hlé frá námi.  Halda áfram að lesa

Sniðugir strákar og uppstilling landsliðsins

Eva: Hvaða Ásgeir? Á ég að vita hver hann er?
Einar: Já. Þú talaðir heilmikið við hann í afmælinu hans Steindórs.
Eva: Ha???
Einar: Í fimmtugsafmælinu hans Steindórs manstu?
Eva: Haaaallooó!
Einar: Hvað?
Eva: Hann Steindór er ekki orðinn fimmtugur. Við mættum hinsvegar í fimmtugsafmælið hennar Jónínu. Og jú, ég man núna hver þessi Ásgeir er, hann hélt einmitt eina ræðuna um það hvað hann Steindór er sniðugur strákur. Eina af mörgum. Halda áfram að lesa