Bleikt klám

Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.

Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.

Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.

Bleikt klám

Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.

Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.

Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.

Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.

Um nætur er ég hjá herra mín og þar fór það

herra-1Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Faðir hennar kemst að því, ber hana hrottalega og gefur hana svo ríkum manni. Sá ríki verður besti vinur hennar og hún sem áður spann hör á torg og bar um nætur napra sorg, spinnur á daginn silki og lín og hvílir í örmum herra sín um nætur. Heppin!

Halda áfram að lesa

Þegar vottar Jehóva banka upp á

Um daginn talaði ég við konu sem er svo hrædd við áhrif neikvæðra hugsana og tilfinninga að hún þorir varla að horfa á fréttirnar. Það er sko svona rosalega öflugt þetta aðdráttarlögmál að maður bara síkrítar til sín ógæfu ef maður horfist í augu við stríð og aðrar óþægilegar staðreyndir. Ég velti því fyrir mér hvað hún ætlar að gera ef hún kemur á slysstað. Þakka ‘the Universe’ fyrir að allir í báðum bílunum séu heilir á húfi og aka burt án þess að athuga málið, svona til að laða ekki að sér fleiri slys? Halda áfram að lesa

Sendum yfirmenn löggunnar í ormahreinsun til Kristínar

Kristín Ástgeirsdóttir gerir mistök eins og annað fólk. Að því leytinu er hún alveg óskaplega venjuleg manneskja. Hún er hinsvegar frekar óvenjulegur pólitíkus að því leyti að hún þarf ekki að ganga í gegnum margra mánaða fjölmiðlaeinelti og vakna upp við fólk með haka og heykvíslar úti á lóð hjá sér til að átta sig á því að reitt fólk róast yfirleitt þegar því verður ljóst að hinum ‘seka’ er ekki skítsama um það hvaða áhrif orð hans og gjörðir hafa. Halda áfram að lesa

Og ef við skoðum önnur netskrif en pólitísk …

Screenshot from 2014-09-02 23:52:24

Þátttaka kvenna í skrifum og umræðum á pólitískum netmiðlum segir líklega eitthvað um áhuga kvenna á pólitík. Þeir gefa hinsvegar ekki góða mynd af skrifum kvenna almennt. Ég velti því fyrir mér hvort skrifandi konur væru kannski þrátt fyrir allt jafn margar körkunum, svona ef maður skoðaði aðra miðla en þá pólitísku. Halda áfram að lesa