Um meinta hræsni varðandi Geirfinnsmálið

Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa

Þessvegna þarf löggan i-pad

Ég hef mikið velt því fyrir mér hversvegna löggan þarf ellefu spjaldtölvur til að uppfæra facebook síðuna sína.

Lögreglan setur inn að jafnaði þrjú fremur ómerkileg innlegg daglega, oftast tilkynningar frá vegagerðinni eða svör við almennum fyrirspurnum um hraðasektir, hjólreiðastíga o.fl. sem maður hefði nú haldið að mætti alveg bíða þar til kapparnir komast niður á stöð.

Svör lögreglunnar sjálfrar við þessari spurningu eru á þá leið að þetta sé þáttur í tækniþróun, án þess að það sé neitt skýrt frekar.

Augljósasta skýringin sem mér hefur verið bent á er sú að hjá löggunni sé mikill biðtími og því gott að löggugreyin hafi tækifæri til að spila angry-bird. Þegar ég skoða teljarann minn sé ég líka að all mikill tími fer í það að fylgjast með blogginu mínu. Eflaust mun spjaldtölvuvæðingin auðvelda þeim lesturinn.