„Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna, með þeim takmörkunum sem settar eru með lögum.“
Hvernig ætli landanum litist á þetta ákvæði í stjórnarskrá ríkis sem fylgir Sharía lögunum?
„Konur og karlar skulu njóta jafnréttis í hvívetna, með þeim takmörkunum sem settar eru með lögum.“
Hvernig ætli landanum litist á þetta ákvæði í stjórnarskrá ríkis sem fylgir Sharía lögunum?
Í fyrrasumar stóðu aktivistar fyrir norðan að skemmtilegu framtaki. Bökuðu helling af flottum muffinskökum og seldu í lystigarðinum. Fengu sjálfboðaliða til að vera með lifandi tónlist og gerðu úr þessu fjölskylduskemmtun. Söfnuðu 400.000 kr handa fæðingardeild sjúkrahússins. Nú í sumar ætluðu þessar duglegu konur að halda annan múffudag en þeim var bannað það. Vegna heilbrigðissjónarmiða, sko. Kaka bökuð í heimahúsi er nefnilega svo heilsuspillandi að það má ekki selja hana. Halda áfram að lesa
Hildur Knútsdóttir skoðar kynjahlutföll í útgáfu og bókmenntaumræðu og út frá hausatalningu er freistandi að álykta að karlveldið hindri konur í að koma sér á framfæri. Halda áfram að lesa
Svo sem sjá má af umræðum á netmiðlunum, velta margir því nú fyrir sér hverskonar refsing hæfi fjöldamorðingja og hvort Úteyjarmorðinginn eigi yfirhöfuð að njóta mannréttinda. Þessi umræða lýsir fullkomnu skilningsleysi á því hvað mannréttindi eru. Halda áfram að lesa
Ég var á 6. ári þegar ég fann í fyrsta sinn til samúðar með ókunnugum. Fram að því höfðu ókunnugir verið einhverskonar grár massi sem kom manni ekki við en nú allt í einu var raunverulegur áhyggjusvipur á foreldrum mínum og ég settist í fyrsta sinn niður við fréttatíma sjónvarpsins. Ég man að ég hugsaði að ég hlyti að vera orðin mjög stór fyrst ég væri að horfa á fréttirnar en líklega hafa liðið nokkur ár þar til annað fréttaefni vakti áhuga minn. Það var ekki ég sem var stór, heldur voru þetta stórfréttir. Halda áfram að lesa
Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess. Halda áfram að lesa
Enda þótt alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggi rétt flóttamanna til að bjarga lífi sínu með því að villa á sér heimildir á meðan þeir eru að komast í öruggt skjól, skirrast íslensk stjórnvöld aldrei við að þverbrjóta þessi sjálfsögðu mannréttindi. Svo langt gengur viðbjóðurinn að þrátt fyrir að gæsluvarðhaldi megi aðeins beita þegar hætta er á að glæpamaður spilli rannsókn máls eða vegna þess að hann er álitinn hættulegur, er í lögum sérákvæði um útlendinga sem talið er að villi á sér heimlidir. (Sjá útlendingalögin 5. kafla, 29.grein.) Halda áfram að lesa