Ég er búin að hugsa svo mikið um þetta. Það er semsagt fullkomlega eðlilegt að skilja ekki vexti, vísitölur og önnur hagfræðihugtök, þau eru nefnilega fullkomlega óeðlileg og álíka gagnleg og flatlús. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Efni sem ég skil og vekur áhuga minn á efnahagsmálum
Dólgalögin og afleiðingar þeirra
Í síðustu viku velti Elías Halldór Ágústsson upp þessari spurningu á snjáldursíðu sinni:
1) ef vændi verður að fullu lögleg starfsgrein og
2) ef atvinnuleysisbætur verða ekki borgaðar þeim sem [ekki] tekur störf í boði;
hlýtur hið opinbera þá ekki að neyða fólk í vændi? Halda áfram að lesa
Pólitískt uppeldi á leikskólum
Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.
Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna. Halda áfram að lesa
Að svíkja málstaðinn með því að stíga upp í jeppa
Einu sinni hélt ég því staðfastlega fram að ég væri kapítalisti. Ég trúi nefnilega alveg á frjáls viðskipti og að markmið viðskipta eigi að vera það að fá meira út úr þeim en maður leggur í þau. Ég vil ekki sjá stéttlaust samfélag þótt mér ofbjóði þær öfgar að sumir búi við örbirgð en öðrum gæti ekki enst ævin til að njóta eigna sinna. Ég álít fullkomlega rétt og eðlilegt að fólk njóti góðs af því að þroska hæfileika sína og vinna af metnaði og ósérhlífni. Mér finnst allt í lagi þótt sumir leyfi sér meiri lúxus en aðrir. Mér finnst m.a.s. í lagi að fólk njóti góðs af eignum foreldra sinna.
Björgum löggunni!
Að skapa gjá milli kvenna
Mér finnst bleikt.is óþolandi síða. Ekki vegna þess hve hátt hlutfall af efninu snýst um tísku og sambönd heldur vegna þess;
- hvað þessi síða er hroðalegt dæmi um vonda blaðamennsku
- hvað er erfitt að komast hjá því að verða var við þennan hroða (ég hef engan áhuga á golfi en golfáhugamenn mega alveg stunda sitt golf í friði fyrir mér, mér þætti hinsvegar pirrandi að rekast daglega á eitthvert golfefni innan um fréttir sem koma mér við,
- hvað fjölmiðlar eru virkir í því að ýta undir þá hugmynd að umfjöllunarefni slíkra síðna séu einhverskonar kvenlegt norm,
- að það bæði hryggir mig hversu margar konur leggja lítið til samfélagsumræðu og sýna lítinn áhuga á öðru en því sem ég álít yfirborðslegt og ég finn til vanmáttar yfir því að geta ekki bara skipað öllum konum að hugsa sjálfstætt og hafa áhuga á því sem mér finnst mikilvægt.
Halda áfram að lesa →