Ég gef lítið fyrir þær skoðanir MSH sem hér birtast. Mér finnst hinsvegar að feministar megi alveg skoða hvernig kvenfjandsamleg viðhorf skína í gegnum skrif þeirra. Það eru nefnilega helst þeir sem kenna sig við feminisma sem vilja takmarka frelsi kvenna til að ráða yfir sínum eigin líkama, það eru helst feminstar sem líta á konur sem ósjálfstæðar og óábyrgar verur og það er nú aðallega þessvegna sem mér mislíkar sá feminismi sem mest er áberandi í umræðunni í dag. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Saga strokuþræls – 1. hluti
Mouhamed Lo fæddist í ánauð einhversstaðar í suðurhluta Máritaníu. Hann telur líklegast að hann sé fæddur um miðjan desember 1988 en þar sem fæðingar þrælabarna eru hvergi skráðar, er útilokað að fá það staðfest. Fæðingarstofan var tjaldið sem foreldrar hans bjuggu í og fæðingalæknirinn ólæs kona sem hafði numið af móður sinni og hafði óljósa hugmynd ef þá nokkra, um nútíma lyf og lækningatól. Halda áfram að lesa
Eru þeir sem nauðga og bera ljúgvitni venjulegt fólk?
Ég hef haldið því fram að þrátt fyrir að nokkuð hátt hlutfall kvenna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, merki það ekki að nauðganir séu viðurkennd hegðun meðal venjulegra karla. Halda áfram að lesa
Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar
Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa
Viðtökurnar við SCUM
Valerie Solanas
Ég var að lesa SCUM, fyrst nú, hef aldrei lesið ávarpið í heild áður. Það væri áhugavert að sjá viðbrögðin ef einræðu um ógeðslegt eðli og innræti kvenna yrði hampað sem listaverki. Halda áfram að lesa
Stjórnmálaáhugi gerir mann ekki að pabbadreng
Lengi skildi ég orðið pabbadrengur um fullorðna menn á þann hátt að átt væri við mann sem hefði fengið auð og völd upp í hendurnar fyrirhafnarlaust vegna sterkrar stöðu föður síns. Nú heyrir maður þetta orð notað um börn stjórnmálamanna sama hversu sjálfstæð þau eru. Ef einhver styður sama flokk og faðir hans, hlýtur hann að vera „pabbadrengur“. Halda áfram að lesa
Um mansal og opnun landamæra
Þegar ég tala um að opna þurfi landamæri skulu alltaf einhverji koma með hryðjuverkaógnina, Vítsengla og mansalsgríluna.
Það hefur fallið einn dómur í mansalsmáli (konan frá Litháen) og einn annar vegna milligöngu. Sú kona var sýnkuð af ákæru um mansal og ekki kemur fram að hún hafi haft nein tengsl við Vítisengla (án þess að ég sé að segja að þeir séu eitthvað ólíklegir til þess að stunda þessháttar starfsemi).
Fólk er reglulega stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna falsaðra skilríkja. Langflestir þeirra eru flóttamenn en ekki vélhjólagaurar. Þessir tveir hópar eiga það eitt sameiginlegt að bæði stjórnvöldum og almenningi finnst sjálfsagt mál að brjóta gegn mannréttindum þeirra. Hvaða fólk hefur verið stöðvað á Keflavíkurflugvelli vegna mansals?
Já ég vil opna öll landamæri. Þar fyrir skiptir vitanlega máli hvernig yrði staðið að því, ég er ekki að segja að sé hægt að gera það undirbúningslaust og ég held að það væri mjög óráðlegt að aðeins Ísland gerði það. Ég vildi sjá öll Evrópulöndin taka sig saman um það.
Það er útbreidd goðsögn að glæpum fjölgi með auknu flæði fólks á milli landa. Á íslandi fækkaði hegningarlagabrotum t.d. um 35% frá árinu 2001-2006. Allar þessar vitaskuldir eru stórhættulegar og það er ein af ástæðunum fyrir því að það er full ástæða til að fjölmiðlar fjalli almennilega um þessi vélhjólagengi. Við eigum bara heimtingu á því að vita hvað er satt og hverju er logið um starfsemi þeirra.