Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Keisaraynjan
Myndin er eftir Emily Balivet
Sjálfsagt hefur hún gleypt eplafræ
því varla hefur hún fórnað meydómnum
og öll vitum við
að Völsungar vaxa af fræjum. Halda áfram að lesa
Keisarinn
Sjaldan á unghafur erindi í keisarahöll
segir máltækið
en engu að síður stendur hann hér nú
smávaxinn, grænklæddur, skegglaus
og beiðist inngöngu. Halda áfram að lesa
Öldungurinn
Myndin er eftir Emily Balivet
Einn morguninn meðan þú sefur
gengur grænklæddur drengur á fund Öldungsins. Halda áfram að lesa
Engill með húfu
Myndin er eftir Emily Balivet
Værir þú vakandi og kominn út á veginn
myndir þú sjá hnýfilhyrndan ungling
elta leiðarhnoða að eldtré í blóma.
Og pilturinn horfir á hnoðað
sem hringsnýst á veginum framan við rauðgullið tréð. Halda áfram að lesa
Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft
Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa
Spegill
Myndin er eftir Emily Balivet
Að lokum ertu orðinn leiður á því að liggja
svo þú stendur upp og klæðir þig.
Þegar þú lítur í spegilinn
til að hagræða bindinu,
sérðu svart hár á milli augnanna. Halda áfram að lesa