Lúxusvandamál

Ég get ekki sagt að vandamálum mínum hafi fækkað við það að fara í sambúð og Eynar á eins og allt fólk við ákveðin vandamál að stríða. Vandamálin hafa samt breyst töluvert. Ég hef ekki lengur áhyggjur af því hvort ég frekar eigi að borða poppkorn í kvöld og pítubrauð annað kvöld eða öfugt, heldur hvort ég eigi að borða svínalund í kvöld og fara út að borða á morgun eða öfugt. Halda áfram að lesa

Vá hvað mér hefur verið nauðgað oft

14a566e18f6f66a372eaa1b3c29c519e

Ég var mjög ung þegar ég þvældi mér í ástarsamband við mér eldri mann. Ég var dauðástfangin af honum og hann kom illa fram við mig. Særði mig oft og illa. Ég held reyndar að þetta samband hafi sett varanlegt mark á mig. Það er samt fyrst núna sem það er að renna upp fyrir mér að með þeirri hegðun sinni að standa í kynlífssambandi við ástfanginn ungling, án þess að ætla að giftast mér og eignast með mér börn, var maðurinn í raun að beita mig kynferðisofbeldi. Halda áfram að lesa