Ragnar Þór Pétursson vekur athygli á tengingu Paradísarfugls Megasar við Brúðarnótt Davíðs frá Fagraskógi. Og ég má bara til að ræða þetta aðeins. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Hvað höfðingjarnir hafast að
Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.
Brást réttarkerfið?
Í umræðum um mál Egils Einarssonar sér maður auk spekúleringa um að rök ríkissaksóknara séu hugarburður Egils, fullyrðingar um að réttarkerfið hafi brugðist, að það sé svo erfitt fyrir þolendur að ganga í gegnum kæruferli að það sé útilokað annað en að Egill og Guðríður séu raunverulega sek um nauðgun. Halda áfram að lesa
Í leit að betra lífi
Einu sinni var ævintýramaður sem hafði yndi af því að þvælast um heiminn og kanna nýjar slóðir. Eitt árið dvaldi hann á eyðiey og þegar hann kom heim og sagði vinum sínum ferðasöguna, langaði fleiri að ferðast þangað. Halda áfram að lesa
Getur stelpa borið strákanafn?
Djöfull finnst mér gott mál að til sé fólk sem lætur ekki yfirvaldið vaða yfir sig. Hvað í fjáranum eru yfirvöld annars að skipta sér af því hvort fólk gefur börnum sínum nöfn sem hefð er fyrir að hæfi öðru kyninu frekar en hinu? Ríkir ekki kyngervisfrelsi í landinu? Þarf ekki bara líka að skipa nefnd sem fylgist með því að hárgreiðsla og klæðaburður hæfi kyni?
Og hvaða rök eru svosem fyrir því að tiltekið nafn sé drengjanafn fremur en stúlkunafn eða öfugt? Siegfried er karlmannsnafn í öðrum málum, en í íslensku er Sigfríður kvenmannsnafn. Guðmar er strákanafn en bæði Guðný og Dagmar eru stelpunöfn. Á að vera eitthvert vit í þessu eða hvað?
Annars þætti mér gaman að vita hvort yfirvaldið ætlar að halda því fram að kona að nafni Blær, heiti karlmannsnafni. Og ef svo er, heitir þá drengur sem nefndur var Kolur hundsnafni? Hversu margar konur þurftu að ganga í buxum til að gera buxur að kvenmannsfílk? Ætlum við að halda okkur við 19. aldar hugsunarhátt eða sleppa tökunum á fordómunum og líta svo á að Kolur verði mannsnafn þegar það er gefið mannsbarni og Blær stúlkunafn um leið og telpa er nefnd Blær?
Ég gæti skrifað um andstyggð mína á mannanafnalögum í alla nótt en þarf víst að sofa eitthvað líka. En hér eru nokkrir gamlir pistlar um þá undarlegu rökvísi sem þau byggja á.
Við vitum ekkert hvað ríkissaksóknari sagði raunverulega
Umræðan um mál Egils Einarssonar hefur verið áhugaverð, m.a. fyrir þær sakir að hún afhjúpar í senn kröfuna um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum, langrækni, heift og hefnigirni og mikinn vilja til þess að ætla nafntoguðu fólki allan þann skíthælshátt sem hugsast getur. Halda áfram að lesa
Einkalíf í rusli
Ég var umhverfisvæn. Og græn. Hafði skolað fernur og krukkur, safnað umbúðum saman í eldhússkápunum og gert mér sérstaka ferð með ruslið á eldurvinnslustöð í tvö ár. Í einni ferðinni reyndist svo einn gámurinn vera fullur og ég sneri mér til starfsmanns og bað um leiðbeiningar. Hann sagði mér að ég gæti bara sett kassann þar sem mér hentaði því þessu væri öllu blandað saman og urðað. Halda áfram að lesa