Þegar Darri var lítill hélt hann því staðfastlega fram að hann fengi aldrei neitt að borða nema afganga. Þótt ég kannist reyndar ekki við að hafa átt stórfelld viðskipti við afgangabúðir er sannleikskorn í þessari fullyrðingu. Ég elda oft ríflega og nota svo „afganginn“ í annan rétt daginn eftir. Ekki til að spara vinnu, heldur af því að ég finn oft fyrir fyrir knýjandi þörf til að elda meira en við borðum. Það er náttúrulega bilun en geðveiki er hluti af lífinu svo mitt fólk verður bara að lifa við stöðuga afgangamatseld. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Tengill á allt Palestínudæmið
Ég tók allar færslur frá dvölinni í Palestínu og skrifaði bók upp úr þeim. Hér er tengill á hana.
Hvaða lög gilda á skólalóðinni?
Þetta er aldeilis stórkostleg lausn eða þannig. Foreldrar krakka sem vilja taka þátt í þessum jackass-leik þurfa semsagt annaðhvort að gefa það skriflegt að þeir samþykki ofbeldisleik eða þá að taka fram fyrir hendurnar á hálffullorðnu fólki með þeirri niðurlægingu sem það hefur í för með sér fyrir unglinginn. Halda áfram að lesa
Baukablæti
-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa
Baukablæti
-Sjáðu hvað ég fann innst í eldhússskápnum! sagði ég, fagnandi.
-Nei sko, fannstu einn baukinn enn, sagði Eynar, það var mikil hamingja.
-Ég get sett baunirnar í þennan.
-Já en eru skáparnir ekki fullir af tómum döllum og baukum sem þú hefðir getað notað undir baunir?
-Jú en ég vil geyma þá.
-Nú? Af hverju?
-Svo sé hægt að setja eitthvað í þá. Halda áfram að lesa
Af blæðingum Hildar Lilliendahl og helgum konum
Eitthver umræddasti viðburður ágústmánaðar voru blæðingar Hildar Lilliendahl. Eða öllu heldur sá fáheyrði atburður að hún skyldi segja frá því opinberlega að hún hefði blæðingar og birta mynd af blóðugum plastpoka því til staðfestingar að henni þætti í lagi að tala um það. Halda áfram að lesa
Er verið að reyna að gera flóttamenn að aumingjum?
Ég sé ekki betur en að væri hægt að spara íslenskum skattgreiðendum verulegar fjárhæðir með því að fá inn fleiri innflytjendur, fólk sem getur farið að skila pening í ríkiskassann strax eða stuttu eftir að það kemur til landsins. Einnig mætti spara drjúgan pening með því að leyfa flóttamönnum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða þess að hælisumsókn verði afgreidd. Fyrir því virðist þó ekki vera mikill áhugi.
Sjálf þekki ég vel dæmi flóttamanns sem sótti um kennitölu þann 29. júlí sl. Hann er með atvinnuloforð en fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann er kominn með kennitölu. Þessi maður er að því leyti heppinn að hann á vini sem sjá honum farborða en almennt eiga flóttamenn sem bíða afgreiðslu eiga enga möguleika á að lifa af aðra en þá að þiggja húsaskjól og framfærslueyri í Reykjanessbæ. Flestir í hans sporum væru því búnir að gefast upp á og farnir á Fit og atvinnurekendur sem vilja ráða fólk til starfa geta heldur ekki beðið endalaust.
Af hverju fær maðurinn ekki kennitölu? Er starfsfólk Útlendingastofnunar, sem sjálft hefur kostað samfélagið meira fé en nokkur fljóttamaður eða innflytjandi, beinlínis að bíða eftir því að hann gefist upp og gerist hreppsómagi á Reykjanessbæ? Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir innflytjendur og flóttamenn hafa verið neyddir til að gerast bótaþegar á undanförnum árum