Jæja, þá er Kínamann búinn að dansa fyrir mig „göngum við í kringum einiberjarunn“ eða eitthvað álíka. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því af hverju hann var að útskýra svona nákvæmlega hvernig hann þvær og straujar skyrturnar sínar en ég náði því að hann á 20 hvítar skyrtur og engin þeirra er „kapútt“ af því að hann er svo duglegur að strauja. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Kínamann
Kínamann er fluttur í kjallarann. Sjoppmundur hafði víst bent honum á að tala við mig og athuga hvort dyngjan mín væri föl. Halda áfram að lesa
Tíðir
-Finnst þér þetta gott? spurði hann og togaði í geirvörturnar á mér.
-Nei, sagði ég.
-Hvað finnst þér gott? Mig langar að gera eitthvað bara fyrir þig, laug hann.
-Þú ert svo mikið karlmenni, svaraði ég. Halda áfram að lesa
Tókuð þið nokkuð eftir því sjálf hvað ég var sniðugur?
Þessa dagana fer fátt meira í taugarnar á mér en frasinn „pun intended“ nema ef vera skyldi „no pun intended“. Þetta orkar jafn illa á mig og spaugarinn sem getur ekki verið fyndinn nema með því að nota inngang á borð við; „á ég að segja þér brandara?“
Það er ekkert grín að vera hnyttinn. Ef maður getur ekki treyst áheyrandanum/lesandanum fyrir textanum, þá er það annað hvort vegna þess að hann er svo ómeðvitaður að hann á hvort sem er ekki skilið að fatta djókinn, eða þá að orðaleikurinn var hvort sem er of ómerkilegur til að verðskulda athygli.
Sannleikann eða kontór?
Þelamerkurskóli. Það var ágætur tími. Mér leið vel í skólanum. Eða allavega skár en heima hjá mér. Ég átti ekki nána vini en ég hafði félagsskap og naut þess.
Við tuskuðumst og keluðum, spiluðum hjónasæng og kossaspil. Fórum í kjánalega leiki eins og 5 mínútur undir sænginni og sannleikann eða kontór (sem var ekki kaupfélagskontórinn). Halda áfram að lesa
Tilgangur lífins
Ekki svo að skilja að mér finnist tilgangur nauðsynlegur. Ég geri fullt af hlutum sem ekki þjóna sérstökum tilgangi en finn aldrei hjá mér neina hvöt til að leggjast í þunglyndi yfir tilgangsleysi þeirra. Stundum naga ég neglurnar. Stundum klára ég að lesa bók sem mér finnst ekkert áhugaverð þótt ég hafi nóg þarfara að gera. Stundum helli ég mér kaffi í bolla en drekk það svo ekki. Stundum skrifa ég bloggfærslu sem ég birti ekki.
Utangarðs
Merkilegir hugmyndakokteilar sem verða til í hausnum á manni í einhverju meðvitundarleysi.
Keli gaf mér alla fyrstu seríuna af þeim snilldarsjónvarpsþáttum „Six Feet Under“ í afmælisgjöf og nú er ég loksins búin að gefa mér tíma til að sjá þá. Þeir sýna líf fjölskyldu sem rekur útfarastofu svo dauði og greftrun koma heilmikið við sögu. Halda áfram að lesa