Hún virti mig fyrir sér og spurði hvort ég væri ekki vinkona Stebba. Ég þekki engan Stebba og sagði henni það.
-Nú, varst það ekki þú sem komst einnu sinni með honum á fund hjá Sóló? sagði hún og ég kveikti auðvitað um leið.
Ég var eins og asni. Stefán tilheyrir mínum næstinnsta (og afskaplega fámenna) vinahring, þeim sem kemur næst á eftir fjölskyldunni en ég hafði ekki hugmynd um að hann væri kallaður Stebbi. Það sem meira er, það hefur aldrei hvarflað að mér. Væri samt rökrétt er það ekki? Eru ekki flestir Stefánar kallaðir Stebbar? Kannski er ekki aveg í lagi með mig.
Kannski er þetta alltaf svona. Kannski eru einhver grundvallaratriði sem maður veit ekki og hefur aldrei leitt hugann að. Og svo er spurning hvort slík grundvallaratriði skipta einhverju máli. Allavega finnst mér ótrúlegt að við Stefán værum neitt meiri vinir þótt ég kallaði hann Stebba.