Hér með tilkynnist: súkkulaði er ekki fitandi.
Ekki heldur brauð, rjómi, smjör eða kartöflur.
Ég borða þetta allt saman svo ef eitthvað af þessu væri fitandi í sjálfu sér, þá væri ég orðin 200 kg. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Feitar kjeddlingar
Mér brá ponkulítið í fyrsta sinn sem ég sá brúnkukremsauglýsinguna frá Dove.
Feitar kerlingar í húðvöruauglýsingu, það er eitthvað nýtt. Á hálfri sekúndu áttaði ég mig þó á því að engin þeirra er feit. þær eru þvert á móti grannar. Vafalaust í neðstu mörkum kjörþyngdar. Eins og ég. Halda áfram að lesa
Hvað ertu að hugsa?
Ég hef tekið eftir því að karlmönnum finnst yfirleitt afskaplega óþægilegt að vera spurðir að því hvað þeir séu að hugsa. Sem segir mér að svarið hljóti að vera einkar athyglisvert. Vinkona mín segir að það sé bara vegna þess að þeir séu að hugsa um kynlíf og reikni með óþægilegum spurningum um persónur og leikendur ef þeir viðurkenni að þeir verji að jafnaði 15 klst á dag til þess að hugsa um riðlirí. Mér finnst þetta ótrúlegt. Kynlíf er ágætt en einfaldlega ekki nógu áhugavert til að nokkur nenni að hugsa um það stöðugt. Halda áfram að lesa
Ætli maður öðlist Gvuðstrú á endanum?
Skrýtið. Þegar maður loksins hefur nóg af einhverju sem mann hefur vantað lengi virðist framboðið af því aukast. Halda áfram að lesa
Muse
-Einu sinni langaði mig að eiga mann sem ég vissi að myndi ekki sofa hjá mér. Hann hafði það bara ekki í sér og ég ætlaði að taka því með skilningi. Ég vissi að hann yrði góður við mig og ég hugsaði með mér að ég gæti þá bara sofið hjá einverjum öðrum. Halda áfram að lesa
Æðislegt!
Heyrt í ræktinni í morgun:
-Ég keypti mér skó.
Þeir eru að vísu of litlir en ég keypti þá samt.
Æ, þeir eru bara svo æðislegir.
Halda áfram að lesa
Ég er glöð og ég er góð því Jón er kominn heim
Mammon virðist hafa tekið þá ákvörðun að hundskast heim til sín (mín) aftur. Allavega er hann búinn að létta af mér ca 20 kg af kvíða og ég sé út úr hríðinni þótt sé ekki beinínis sólskinsdagur á bankareikningnum mínum. Hann hlýtur að hafa lesið bloggið mitt í gær. Halda áfram að lesa