… if’s an illusion

… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.

Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.

Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.

 

Búsáhaldabyltingin – Ný þáttaröð

Ég kom heim í miðja Búsáhaldabyltingu. Haukur var auðvitað á kafi í henni. Ég taldi mig hafa nóg að gera við að koma Nornabúðinni á fullt aftur og reiknaði ekki með að taka mikinn þátt í mótmælum.

Fyrr en mig varði var ég þó farin að boða beinar aðgerðir og Nornabúðin varð einn helsti samkomustaður anarkista í nágrenni miðbæjarins.

Mörg orð

Ég er búin að knúsa strákana mína, fara í heitt bað, pissa í hreint klósett og vera hrein tvo daga í röð. Borða alvörumat með sósu og drekka mjólk, sofa í rúminu mínu og fá almennilegt kappútsínó. Mér finnst það flippað sjálfri en ég væri tilbúin til að fara út aftur í fyrramálið. Ég á svo marg óséð þar og þótt hafi verið fróðlegt að ferðast svona um og skoða marga staði, finnst mér ég líka þurfa tvo mánuði á sama staðnum til að öðlast dýpri skilning á samfélaginu. Halda áfram að lesa

Komin heim

Úff hvað Ísland er kalt. Það var kúltúrsjokk að koma út úr flugstöðinni i nótt.

Ég gisti hjá pabba og Rögnu í nótt og í morgun fór ég í besta dekurbað sem ég hef nokkurntíma fengið. Ragna lét renna í freyðibað fyrir mig, kveikti a kertum fyrir mig og gaf mér serrýstaup. Ég var í Hebron síðustu vikuna mína í Palestínu og það er mjög lítið vatn í boði í húsinu sem vid höfum til umráða þar. Þar áður var ég úti í sveit þar sem ekki er hægt að komast í sturtu, svo ég hafði ekki komist í sturtu í tvær vikur, heldur látið mér nægja kattarþvott. Halda áfram að lesa

Annar veruleiki

Ég var þarna, þennan dag. Ég sá þetta með eigin augum. Ég horfði á þegar kviknaði í trénu en venjulega brennur aðeins lággróður og mótmælendur ráða sjálfir við að slökkva þá elda. Ég sá slökkviliðið koma á vettvang og ég horfði á herinn skjóta táragasi að sjúkrabílum og slökkviliðinu. Ég sá hvernig þeir beina skotvopnum að börnum, hvernig þeir skjóta svokölluðum gúmíkúlum að óvopnuðu fólki. Ég sést ekki á bandinu en ég er á svæðinu og það var þennan dag sem hermaður náði mér og unglingsstrákar náðu mér frá þeim aftur. Halda áfram að lesa