Meistarinn minn dýrkaði og dáði er víst hrjáður af krabbameini, sumir segja dauðvona. Mig langar að hitta hann einu sinni áður en hann deyr en maður hringir ekki í fólk sem maður hefur ekki séð í 10 ár og segir „Ég frétti að þú værir að deyja, má ég koma og kveðja þig?“ Svoleiðis gerir maður bara ekki, ekki einu sinni þótt maður sé galinn. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Blíða
Blíða kom í heimsókn í gær.
Böggmundur, fyrrum ástmögur hennar hefur í frammi líflátshótanir. Er tilbúinn til að þyrma henni að því tilskildu að hún hitti ekki aðra en þá sem hann hefur engar áhyggjur að að reyni við hana (sumsé móður hans og systur), haldi sig heima á síðkvöldum eins og góðri húsmóður sæmi og láti honum eftir eignirnar en taki á sig skuldirnar sjálf án múðurs. Ég held ekki að hann drepi hana en í hennar sporum myndi ég allavega hætta að svara símanum.
Mér líður feitt
Mér líður feitt. Samt hef ég ekki þyngst. Er reyndar grennri en ég var í júní. Halda áfram að lesa
Hver tók ostinn minn?
-Ég verð að losna úr þessari vinnu, sagði Farfuglinn. Ég hef óbeit á því hvernig er komið fram við starfsfólkið. Þetta ágæta fólk, þetta stórfína fólk sem hefur helgað fyrirtækinu stóran hluta lífs síns, unnið af fullkomnum heilindum fyrir skítalaunum og alltaf treyst fyrirtækinu. Svo þegar á að skipta konunum út fyrir yngri og sætari stelpur og losa fyrirtækið við karla sem vita alveg hvað þeir eru að gera en hafa kannski ekki skírteini upp á það, hvað heldurðu að fyrirtækið geri þá til að gefa þessu fólki séns? Ég skal segja þér það; Halda áfram að lesa
Ef maður sé ekki heilagur þá sé maður kannski bara galinn?
Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni var ekki að kveðja mig þegar hann skilaði bréfinu. Kannski les ég of mörg tákn út úr hversdagslegum atvikum. Slíkt ku vera háttur heilagra manna og geðsjúklinga og ég velti því fyrir mér hvorum hópnum ég tilheyri. Ég er náttúrulega galin en það eru flestir heilagir menn (og konur) líka. Hins vegar er ekki endilega víst að allir rugludallar séu heilagir. Halda áfram að lesa
Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar
Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í bíó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátíðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þína og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa
Lambakjöt í rúmið mitt
Það eru greinilega ekki örlög mín að sofa fram eftir á sunnudagsmorgnum. Fjandi skítt að geta ekki sofið þegar maður hefur druslast á árshátíð og vakað til 3 án þess að fá neitt út úr því nema prýðilegar snittur. Halda áfram að lesa