Þegar Spúnkhildur flutti út gerði ég alvöru úr þeirri ákvörðun að hætta að einangra mig. Síðan hef ég fengið það staðfest að næstum allir sem ég þekki reykja. Það angraði mig ekki áður fyrr en síðustu árin hef ég þolað reykingar verr og verr og nú er svo komið að ég verð einfaldlega fárveik af reyk frá 4-5 sígarettum. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Ljóðakvöld dauðans
Klettaskáldið er í bænum. Hann (hér væri málfræðilega rétt að skrifa það, þar sem fornafnið vísar til hvorugkynsorðsins skáld, en mér finnst hálf dónalegt að tala um manneskjur í hvorugkyni) vildi fá mig með sér á ljóðakvöld á Bláa barnum, sagðist eiga að lesa þar sjálfur kl. 9:30. Halda áfram að lesa
Kandidat óskast í hlutverk úlfsins
Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa
Mér er sennilega ekki ætlað að vera kúl
Samkvæmt quizilla hentar mér best að klæðast sem Rauðhetta litla í næsta hrekkjavökupartýi. Það finnst mér ekki kúlt. Ég var með eitthvað í líkingu við Rokkí horror krípin í huga. Halda áfram að lesa
Frænka mín félagsmálapakkinn
Vera er veruleikafirrt. Ég kom aðeins við hjá henni í hádeginu. Hún var að sjóða skuldasúpu. Leit vel út að öðru leyti en því að hún var í götóttum buxum. Reyndar keypti hún þær með götunum á og mér telst til, miðað við heilar buxur og þá ekki úr Kolaportinu, að hvert gat sé metið á 2378 kr. Halda áfram að lesa
Pottþétt afsökun
Ég er búin að finna pottþétta afsökun fyrir því að skrifa ekki skáldsögu.
Sko.
Halldór Laxness var í hópi stórkostlegustu ljóðskálda 20. aldarinnar. A.m.k. á Íslandi. Kannski var hann bestur þeirra allra. Halda áfram að lesa
Óbærilegur léttleiki
Plastlíf mitt rís og það hnígur þótt ég trúi ekki almennilega á matrixið.
Ég var andvaka í nótt. Horfði á myrkrið breytast í bláma og blámann í birtu. Og fannst ég vera til. Ekki bara sem persóna í þeim sýndarveruleikaraunsæissrólpleileik sem ég hef spunnið í kringum furðufuglana í lífi mínu, ekki sem hver annar firringarbloggari, heldur sem raunveruleg, lifandi manneskja.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar verður ponkulítið minna óbærilegur þegar ég opna tölvupóstinn minn þessa dagana.